Daginn
Er þurrðin á enda eru sennilega flestir að spyrja sig. Er kaupfélagsstjórinn mættur aftur til starfa? Er lífið að komast í samt lag hjá ykkur ágætu lesendum Kaupfélagsins.
Já vitiði hvað, ég held bara að svarið við þessum spuringinum öllum sé já, já og jahá! Nú skal tekið á því, penninn skal reiddur á loft og nú skal skrifað.
Hvað skyldi nú annars hafa drifið á daga Kaupfélagsstjórans þennan mánuðinn. Í örstuttu máli er það svona:
- Braut þumalinn.
- Tók við mjög svo auknum verkefnum í vinnunni.
- Þurfti vonandi tímabundið að sleppa hendinni af öðru verkefni í vinnunni.
- Ákvað í samráði (úps má ekki segja þetta orð) við Skvísuna að selja og kaupa...íbúð auðvitað.
- Skvísan ákvað að fara í skóla í vor, frábært mál.
- Gerði loksins almennilega við skrifarann í tölvunni.
- Fór til Danmerkur með vinnufélögunum, reyndar ekki Rósinni og Kaupfélagsins, þau eru illa innrætt innst inni og slepptu þessari ferð aldarinnar.
Þetta er svona cirka allt það sem gerðist, í stuttu máli.
Má ég spyrja ykkur kæru lesendur. Hvað finnst ykkur um meinta innheimtu Kristjáns stórsöngvara uppá 1,5 milljón baunir fyrir að syngja á styrktartónleikum krabbameinssjúkra barna? Já og hvað með afar dónalega framkomu hans gagnvart ljóskunni í Kastljósi.
Hýðum hann segi ég já hýðum kappann. Maðurinn verður auðvitað að taka sig saman í andlitinu og hætta þessu andskotans drambi og skítshætti. Fari hann annars til Ítalíu og eigi sig!
Pulsumálið? Er eitthvað um það að segja, manninum finnst pulsur góðar, hvort sem þær eru með y eða u.
Ég á bíl, númerið á honum er YU ###. Segið mér eitt, hvort á maður að segja að númerið sé "ufselón i U" eða "ufselón U"? Mjög flókið mál, mjög flókið mál já.
Kaupfélagsstjórinn er annars kominn með nýtt númer. Nýja númerið er 660-5100 en það virkar bara annanhvern dag þannig að ég mæli frekar með því gamla. Flókið mál.
Halelúja, hann er mættur, kallinn er búinn að skrifa fyrsta póst desember mánaðar, allavega 23 eftir fram að jólum. Ef ekki verður staðið við það fer fram opinber flenging á Ingólfstorgi á miðnætti þann 28 des. Daginn sem maður verður nú, jú einmitt 28 ára!
Kveðja
Snæþór (glaður að vera mættur aftur)