langt síðan síðast.
Ég hef verið að horfa á ólympíuleikanna, skemmtilegt sjónvarpsefni. Gef þó lítið út á ýmsar greinar þar eins og t.d. trampólín og samhæfða vatnafimleika, já og heldrimanna fimmtarþraut sem inniheldur, ríðingar, sund, hlaup, skotfimi og pick up línur.
Það er eitt sem hefur slegið mig varðandi leikana, það reyndar hefur ekkert að gera með leikana sjálfa en það eru auglýsingar sem eru sýndar fyrir, eftir og á milli þátta. Já, þessar auglýsingar koma frá hinu merka íslenska fyrirtæki Actavis. Í auglýsingunum má sjá íþróttamenn í ýmsum greinum, t.d. handbolta, kringlu o.fl. Það sem slær mig er það að í stað handbolta eru íþróttamennirnir með pillu, í stað kringlunnar eru þeir með pillu! Hvað er í gangi! Er actavis ekki með öllu mjalla. Umræðan síðustu misseri, ár, áratugi hefur snúist talsvert um pilluát íþróttamanna og hvað gera markaðsgeníin hjá Actavis, AUGLÝSA ÞAÐ, ÝTA UNDIR ÁTIÐ!! Ég er sleginn.
Talsvert hafa samflokksmenn mínir já og konur verið í fjölmiðlum að undanförnu, flestir þó ekki af hinu góða. Nokkrir hafa þó staðið sig vonum framar í því að vera vitleysingar, ég nefni engin nöfn. Sá sem mér hefur þó fundist standa sig hvað best er hann Guðni, húrra fyrir honum. Við erum reyndar ekki oft sammála en mér finnst hann hafa staðið sig mjög vel. Krónprinsaklíkan hefur hinsvegar ekki staðið sig vel og geri ég það að tillögu minni að þeir verði settir sem yfirmenn póstburðar í hinum ýmsu sendiráðum um heiminn. Helst í Afganistan, við höfum reyndar ekkert sendiráð þar en við skulum ekkert vera að segja þeim það.
Kveðja
Snæþór
