KAUPFÉLAGIÐ...........
Viðskiptamenn

- Sú heittelskaða
- Heimaslóðir
- Skotta
- Kobbi græni
- Kiddi Trommbomm
- Surturinn
- Hin fimm fræknu
- Eddarnir
- Upp til Heiðars
- Bombalombalom
- Gummi Markaður
- Sannleikurinn?
- Vinnan
- Slappur
- SUF


Sendu mér mail!

[Í kaupfélaginu kennir ýmissa grasa, ég sá sem rita undir allar greinarnar er stjóri hér og þær skoðanir sem koma fram eru yfirleitt mínar. Ef þér finnst ekkert spennandi í hillum kaupfélagsins, þá ert þú, kæri, kæra. Á rangri hillu í lífinu, allavega þó á rangri síðu.]

Myndir

- Glamúr shots
- Arndís árið
- Landslagið
- Eurovison um árið
- SUF á Álandi
- Mörkin 2004
- Esjan með Valla
- Hvannadalshnjúkur!!
- Mörkin 2006


Hér er ýmislegt að finna, bæði gott og vont, njótið!

20041230

Þetta er alveg jafn skemmtilegt.

Hérna eru fylkin sem maður hefur komið til. Aftur segi ég, prófið endilega, voða gaman.



create your own visited states map
or check out these Google Hacks.

Kveðja

Snæþór

p.s. já ég veit að klukkan er rétt að verða 3 um nótt. Málið er bara að ég sofnaði klukkan 19:00 í kvöld.
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr
Sæl aftur

Skemmtileg hugmynd. Prófið endilega sjálf.



create your own visited countries map
or vertaling Duits Nederlands

Þarna getið þið merkt við öll þau lönd sem þið hafið komið til og séð hvað þið eigið mikið eftir.

Kveðja
Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr
Frábær póstur, segir allt sem segja þarf.

Sjá hér -> smella hér.

Kveðja

Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr

20041228

Gleðileg jól börnin góð!

Í dag er merkisdagur, Kaupfélagsstjórinn er orðinn 28 ára. Blóm og gjafir velkomnar, kransar þó afþakkaðir. Fyrir þá sem vilja það vita þá hef ég ákveðið að standa ekki við loforðið frá því 1. des. Tel það ekki manni í minni stöðu sæmandi og veit ekki hvað kom yfir mig að koma með svona kæruleysislega tillögu.

Fyrir helmingi lífára mínum síðan var ég 14 ára. Hvernig skyldi 14 afmælisdagurinn minn hafa verið og ætli ég hafi farið upp á við eða niður á við. Skoðum smá samanburð.

Aldur: 14 ára.
Hæð: 150 cm.
Heimili: Borðeyri við Hrútafjörð
Félagsleg staða: Kaupfélagsstjórasonur, eini haninn í þriggja manna bekk, þeim sjöunda(gamla).
Fjölskyldustaða: Einhleypur, ég var 150!!
Innst inni: Framsóknarmaður út í gegn.
Draumadísin: Pamela...Paaameeelaaa!!

Aldur: 28 ára.
Hæð: 183.
Heimili: Höfuðborgin við sundin
Félagsleg staða: Viðskiptafræðingur, starfa fyrir eitt glæsilegasta félag landsins.
Fjölskyldustaða: Í sambúð með Skvísunni og á með henni yndislegasta barn veraldar.
Innst inni: Hjartað slær enn fyrir miðjuhugsjónina.
Draumadísin: Paamee...neineinei.

Annars bið ég ykkur vel að lifa þar til á morgun.

Kveðja
Snæþór





snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr

20041222

Jólasaga

Það var dagurinn fyrir daginn fyrir jól. Regnið sem í gær hafði skolað í burtu síðustu vonunum um hvít jól virtist hafa snúist hugur um nóttina og skyndilega var allt orðið hvítt aftur. Í hugum barnanna var eflaust gleði því hvað eru jól án hvítra mjúkra snjókorna já og hvernig ætti jólasveinninn að geta komist til byggða ef hreindýrin hefðu engann snjó að borða.
Ólafur hafði alltaf verið jólabarn, hafði reyndar orðið fyrir aðkast fyrir vikið, það taldist víst ekki eðlilegt að trúa á jólasveininn langt fram á háskólaárin, hann hafði haldið lærða fyrirlestra á göngum skólans alla aðventuna, fyrirlestra um fyrirheitna landið þar sem jólasveinninn og páskakanínan bjuggu saman í gleði og sátt, fjarri ys og þys fjölmenningarsamfélagsins.
Svo komu jólin, þau voru hvít.

Kveðja
Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr

20041221

Óþolandi!!!

Er hægt að ímynda sér verri og meira pirrandi jólaviku en á sem er væntanleg! NEI!

Get ekki beðið eftir jólunum 2007. Aðfangadagur á mánudegi.

  • 22. frí
  • 23. frí
  • 24. frí (kannski unnið fyrir hádegi)
  • 25. frí
  • 26. frí
  • 27. unnið
  • 28. unnið (ammli)
  • 29. frí
  • 30. frí
  • 31. unnið fyrir hádegi
  • 1. frí
Eins og ég sagði, GET EKKI BEÐIÐ!!!!

Kveðja

Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr
Sæl og skál,

Verkefni dagsins voru einhvernveginn svona:

  1. Sækja um íbúðalán hjá Frjálsa.
  2. Vinnan, brjálað að gera eins og venjulega en bara gaman að því.
  3. VÍS boltinn, gekk óvenju vel og setti svona 6-8 mörk.
  4. Matur með fjölskyldunni á Rossopommodoro á Laugaveginum, mæli hiklaust með staðnum, algjör snilld. Pantaði Pizza Vesuvius en fékk einhverja aðra óvart, hún var algjör snilld, pizzubrauðið bakað, smurt eftirá með ólívuolíu, ofan á henni var svo hráskinka, ólívur, klettasalat og salami. mmmm. Síðan kom rétta pizzan (fór heim í doggíbag) alveg jafn mikil snilld, fyllt með einhverjum snilldar osti og salami með sterkri sósu ofan á. grrrrrveeeaaáaahh.
  5. Blómaval, keypt jólatré (1.75 m), jólahíasyntha og fleira.
  6. Tekið til heima.
  7. Róleg stund við sjónvarpið með skvísunni og tveir jólabjórar í kaupbæti. mmm
  8. Sofa
Þakka þeim sem á þetta hlýddu.

Kveðja
Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr

20041219

Daginn,

mikið hefur gerst, fasteign keypt og önnur seld.

Kveðja
Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr

20041215

Hvernig má þetta vera!

Bachelorette er byrjaður aftur.....neeeeiiiiiiiiiiiii! Why god WHY!!!

Kveðja
Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr
Daginn og obbosí!

Félagi minn í tryggingabloggheiminum, Kalli, er mikill aðdáandi ljóshærðu sveitasælunnar Dollíar Parton. Ég rakst á þessa frétt hérna af barmmikla bimbóinu. Dolly scandal!! Ég verð bara að segja það að svona nokkuð er eitthvað það lægsta sem listamaður getur lagst. Að mæta fyrir framan aðdáendur sína og mæma! Dollí hefur vaxið í áliti hjá mér undanfarin misseri, sérstaklega fyrir tilstilli ofangreinds Kalla.
Mín spurning er þessi og hún er í raun samviskuspurning. Ef listamenn ákveða að nota raddupptökur á læf tónleikum er þá ekki kominn tími til að pakka niður og kveðja? Ein af ástæðunum fyrir því að fólk mætir á tónleika er til að komast í snertingu við listamanninn, tónleikar geta verið góðir og slæmir allt eftir því í hvernig formi viðkomandi tónlistamaður er þannig er það og þannig á það að vera. Með því að vera með lögin á teipi er búið að koma í veg fyrir að listamennirnir improviseri, lengi lögin, taki auka sóló, o.s.frv. og þegar það er allt farið þá er eins hægt að sitja heima í stofu með diskinn á phoninum.
Mér finnst einfaldlega skandall að listamenn leyfi sér þetta, hvað ætli menn hefðu gert ef bítlarnir hefðu verið staðnir að því að mæma? Ég þarf reyndar ekki að spyrja þessarar spurningar því að alvöru listamenn mæma ekki.l

Kveðja
Snæþór

p.s. skamm Dollí
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr

20041213

Nú er úti norðanvindur...

Það er nú meira með veðrir hérna í þessari borg. Aldrei nokkurntímann getur það tollað sæmilega gott. Ég man þá tíð í fyrndinni fyrir austan að snjórinn kom og var. Maður gat leikið sér í brekkunum, grafið snjóhús og vitað að á morgun gat maður komið að húsinu sínu þar sem maður skildi við það, tilbúið undir næstu álmu á byggingarstiginu. Ég finn til með börnum borgarinnar sem moka sér snjóhús þegar fölin sest á grátt malbikið og bíða svo spennt eftir næsta degi til að halda áfram byggingarvinnunni en nei, en nei nei nei. Börn borgarinnar fá sjaldnast að upplifa gleðina sem felst í því að koma út og horfa hreikin á fasteignina sína. Börn borgarinnar eru eins og maðurinn sem byggði húsið sitt á sandi. Þau byggja húsin með þá veiku von í hjarta að veðurguðirnir leyfi nú frost í tvo daga í röð, hvers eiga þau að gjalda, hver er tilgangurinn? Brostnar vonir.

Nú er hvítur Esjutindur...

Ef ég bara vissi, það er nú einmitt þannig með þessa borg að hér virðist rigna daginn inn og út sem gerir það að verkum að þó svo að Esjan, þetta ágæta fjall, væri með hvíta snæhettu þá bara hreint út sagt vissi það ekki nokkur maður, súldin og rigningarfjandinn sjá fyrir því, svei!

Ef ég ætti úti kindur...

Nú er ég ekki bóndi og á því ekki neinar kindur. En ef ég ætti slíkar þá myndi ég svo sannarlega ekki láta þær húka út í svona skítaveðri.

Myndi ég setja þær allar inn...

Sjá að ofan.

Elsku bestu vinur minn.

Með kuldahrollskveðju úr Reiní sittí

Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr

20041207

Poppstjörnur og egóið

Sæl og blessuð kæru vener. Vitiði hvað? Nei, auðvitað ekki. En svona er málið, ég hélt að þessi saga um Birgittu Haukdal dúkkurnar væru bara djók....en nei. Fór í Hagkaup og sá nokkur bretti af þessari skelfilegu hugmynd á miðjum ganginum. Ég meina hei, hvað er í gangi, Birgittu Haukdal dúkka :s !!! Ég trúi því ekki einu sinni að hörðustu húsvíkingarnir sem ég þekki séu sáttir við þetta útspil ofursæta þingeyingsins, eða hvað? Hvernig er svo framhaldið? Fáum við að sjá fleiri gerðir, verður Jónsa dúkka, Barða dúkka, Magna dúkka og auðvitað Krumma dúkka, nei sennilega ekki krummadúkka hún yrði svo fjandi perraleg. Svo kaupa krakkarnir þetta og Barði fær loksins drauminn sinn uppfylltann, reynar bara á plasti, já auðvitað klæða krakkarnir dúkkurnar úr öllum fötunum og við vitum víst hvernig sá leikur endar. HEI!!!!! Bíðum við, ég verð að fá svona dúkku, ætli Birgitta hafi hugsað þetta til enda, allt fullt af dónalegum fullorðnum mönnum með Birgittu í vinstri og í hægri er .. jæja. Stundum á maður bara að hugsa, ekki tala, nú eða skrifa.
Nóg af þessu eða næstum. Það allra allra allra besta við þessar dúkkur er það að þær líta út NÁKVÆMLEGA eins og RUTH REGINALDS eftir aðgerð. Stórfyndið.

Í kvöld sá ég auglýsingu fyrir keppnina Herra Ísland, í auglýsingunni voru 5 strákar og höfðu þeir það allir sameiginlegt að vera með ólíkindum ekki flottir, sjarmerandi, sexy, hot eða sætir. Bara hópur af frekar venjulegum til ófríðum strákum. Sorglegt. Jájá, kannski á ég ekkert að vera að gaspra þetta og já ég er alveg að fara í klippingu.

Kveðja

Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr

20041206

Gleymdi einu, þetta var auðvitað póstur númer 2 í mánuðnum, sem þýðir væntanlega að þessi sé númer 3. 21 to go.

Kveðja
Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr
Jólin springa út og við syngjum jólalög!

Það er fátt sem pirrar mig meira en besservissara fjölmiðlamenn. Reyndar verð ég að segja með gleðihljóm að sú sem pirrar mig mest er horfin af skjánum, hin íðilfagra (zzzzz) Jóhanna Vilhjálmsdóttir Vilhjálmssonar, fáir aðrir sem geta pikkað fight við hvern einasta viðmælenda sem hún ræðir við. Ég er sannfærður um að ef Nelson Mandela myndi mæta á svæðið þá tækist henni að byrja að rífast við hann. Bezt að koma sér að efninu, það sem er að fara sem allra mest í taugarnar á mér þessa dagana er endalaus árátta fjölmiðlamanna sem felst í því að kalla erlendar borgir íslenskum nöfnum, hér eru nokkur dæmi:

Kiev - Kænugarður
Bergen - Björgvin
London - Lundúnir

Ok, þá. Í fyrndinni fóru víkingarnir til Kiev og kölluðu þeir staðinn Kænugarð, síðan eru liðin ár og öld og ástin ætíð ætluð þér. (hvaðan kom þetta :s) Hmm, já eins og ég segi þá er liðið ansi langt síðan að síðasti víkingurinn fór í austurveg og hitti fyrir ofurölvi rússa eða úkraínumenn eða hvað þeir nú hétu þá. Já síðan þá er þjóðfélagið okkar orðið alþjóðlegt og heimsvæðingin ætti löngu að vera búin að eyða svona bölvaðri vitleysu. Ég spyr, fyrst við verðum nú að kalla Kiev Kænugarð hvers vegna köllum við þá ekki Istanbul - Miklagarð? Já og ef við höldum áfram í vitleysunni þá gætum við eins kallað New York, Nýju Jórvík nú eða bara upphafsnafn þeirrar borgar, Nýju Amsterdam! Ég meina hafið þið ekki heyrt um hryðjuverkin í Nýju Jórvík? Svo ef við viljum vera virkilega siðspillt og sýna öllum sem það vilja hvað við erum nú steikt og tungurækin þá förum við héðan í frá að kalla Barcelóna - Barþelóna.

En hvað um það, helgin var góð, heldur lítið um svefn þó. Skemmtileg stemning á jóladrykkjukvöldi starfsmannafélags VÍS. Ég var þó manna rólegastur þar en ef ég gæti sett inn hljóðfæla hérna þá myndi ég setja inn upptöku úr talhólfinu á símanum mínum. Já, upptöku frá engum öðrum en, nei ég má ekki segja hver það var, en innihaldið var einhvernveginn svona, um 13:30 á laugardaginn:

"Sæll Snæþór, nennirðu að hringja í mig, ég man að við fórum í VÍS partýið en svo man ég ekki meir, þú verður að hringja í mig til að fylla í eyðurnar og útskýra verkinn sem ég er með í hnjánum og rétt neðan við rófubeinið"

Jæja góðu félagar, hafið það nú gott í dag, bíðið hæg með hýðinguna og rokkum on.

Kveðja
Snæþór

snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr

20041201

Daginn

Er þurrðin á enda eru sennilega flestir að spyrja sig. Er kaupfélagsstjórinn mættur aftur til starfa? Er lífið að komast í samt lag hjá ykkur ágætu lesendum Kaupfélagsins.

Já vitiði hvað, ég held bara að svarið við þessum spuringinum öllum sé já, já og jahá! Nú skal tekið á því, penninn skal reiddur á loft og nú skal skrifað.

Hvað skyldi nú annars hafa drifið á daga Kaupfélagsstjórans þennan mánuðinn. Í örstuttu máli er það svona:

- Braut þumalinn.
- Tók við mjög svo auknum verkefnum í vinnunni.
- Þurfti vonandi tímabundið að sleppa hendinni af öðru verkefni í vinnunni.
- Ákvað í samráði (úps má ekki segja þetta orð) við Skvísuna að selja og kaupa...íbúð auðvitað.
- Skvísan ákvað að fara í skóla í vor, frábært mál.
- Gerði loksins almennilega við skrifarann í tölvunni.
- Fór til Danmerkur með vinnufélögunum, reyndar ekki Rósinni og Kaupfélagsins, þau eru illa innrætt innst inni og slepptu þessari ferð aldarinnar.

Þetta er svona cirka allt það sem gerðist, í stuttu máli.


Má ég spyrja ykkur kæru lesendur. Hvað finnst ykkur um meinta innheimtu Kristjáns stórsöngvara uppá 1,5 milljón baunir fyrir að syngja á styrktartónleikum krabbameinssjúkra barna? Já og hvað með afar dónalega framkomu hans gagnvart ljóskunni í Kastljósi.
Hýðum hann segi ég já hýðum kappann. Maðurinn verður auðvitað að taka sig saman í andlitinu og hætta þessu andskotans drambi og skítshætti. Fari hann annars til Ítalíu og eigi sig!

Pulsumálið? Er eitthvað um það að segja, manninum finnst pulsur góðar, hvort sem þær eru með y eða u.

Ég á bíl, númerið á honum er YU ###. Segið mér eitt, hvort á maður að segja að númerið sé "ufselón i U" eða "ufselón U"? Mjög flókið mál, mjög flókið mál já.

Kaupfélagsstjórinn er annars kominn með nýtt númer. Nýja númerið er 660-5100 en það virkar bara annanhvern dag þannig að ég mæli frekar með því gamla. Flókið mál.

Halelúja, hann er mættur, kallinn er búinn að skrifa fyrsta póst desember mánaðar, allavega 23 eftir fram að jólum. Ef ekki verður staðið við það fer fram opinber flenging á Ingólfstorgi á miðnætti þann 28 des. Daginn sem maður verður nú, jú einmitt 28 ára!

Kveðja
Snæþór (glaður að vera mættur aftur)
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr