Daginn lesendur.
Til að byrja með vil ég biðjast afsökunar á síðasta pistli.
En... nú eru ekki nema 3 dagar í Mörkina fögru og grónu. Veðurspáin er frábær, allavega fyrir lau og sun. Ekki alveg nógu góð spá fyrir gönguna yfir hálsinn en það lagast. Ég er annars ennþá slæmur í hálsinum, það lagast líka.
....ef þú rýnir inn í bergið sérðu glitra' á tár
Höfum við eitthvað til að vera döpur yfir í dag... nei, allavega ekki í kaupfélaginu. Í kuffélaginu er tóm gleði, sólin skín og allt það. Talsvert markvert í gangi og engin tár. Allt eitthvað voða kósý ;) Fyrir þá sem það skilja.
Orð þín kristaltær, drógu mig nær og nær...
Sjáið myndina hér til hægri, þetta er hin íðilfagra Katie Melua, sem syngur frábært lag þessa dagana, The closest thing to crazy, þetta er langmest selda smáskífan í kaupfélaginu þessa dagana. Seiðandi, satt og gott.
...ég reyndi að kalla á ástina sem úr dvalanum reis í gær.
Já, þetta er gott lag, Bubbi stendur sig yfirleitt vel, nema kannski þessi síðustu ár, hann á reyndar samúð mína alla og stuðning útaf þessu bulli í nýjasta sorpriti íslendinga. Tek það fram að Hér og nú er ekki selt í Kaupfélaginu.
Að lokum verð ég að þakka El Dorado kærlega fyrir þessa ágætu ljósmynd af gömlu höfuðstöðvum kaupfélagsins á Skagaströnd, hún er þarna ---->>>
Kveðja
Snæþór
