Veðrið á þessu landi!!
Daginn, alveg er það með ólíkindum hvað veðurfarið hérna getur verið köflótt...sól sól skín á mig..mér finnst rigningin góð...nú er úti norðanvindur.....spurning um að hnoða saman góðri syrpu úr þessum lögum og gera það að þjóðsöng.
Óvenju viðburðarík helgi er að lognast út af. Þetta byrjaði allt á góðum hittingi og endurvakningu á hinum stórgóða félagskap SogA á föstudaginn, fyrir þá sem ekki þekkja til heiðursmannaklúbbsins SogA þá skal það fylgja hér til útskíringar að S stendur auðvitað fyrir Snæþór og A fyrir Ara Pál. Forsaga þessa klúbbs er hinsvegar svo mögnuð og sóðalega að við förum ekki nánar út í það hér, enda væri það ekkert vit þar sem að hið glæsilega, frábæra og stórgóða dagblað, Blaðið, er farið að lesa og vitna í Kaupfélagið..löngu kominn tími til reyndar.
Föstudagurinn reyndar endaði jafn vel og hann byrjaði, á miklum hlátri, og einni af skemmtilegri heimsóknum sem komið hafa í Skipholtið til þessa. Nánar verður ekki farið í það mál.
Laugardagurinn brast svo á fagur og bjartur með smá skúr. Kaupfélagsstjórinn var auðvitað boðinn í bryllup vestur á Ísafirði og þar sem að flugvélin ætlaði að leggja af stað rétt eftir miðnætti (07:45) þá var heldur tekinn sá kostur að bruna á vínrauðu eldingunni vestur eftir. Merkilegt hvað vegirnir eru orðnir góðir....og bjóða upp á að teeeyyyggt sé aðeins úr bílnum.
Brúðkaupið var annars stórkostlegt, mikið hlegið, bæði í kirkju og veislu, aðeins drukkið og gleðin við völd, lítið um slagsmál. Nú erum við því tveir eftir óútgengnir af HR genginu, við Axel, en Shiran genginn út....reikna með að Amsterdam ferðin okkar sé alveg komin út af kortinu...sorglegt. Segið mér annars kvenkyns lesendur...hvers vegna vilja konur ekki hleypa mönnunum sínum í strákaferð til Amsterdam...???? Næ þessu ekki.
Nú í morgun var svo brunað aftur í bæinn, sólin skein, vindurinn gnauðaði....regnið beljaði og bíllinn nánast bensínlaus. Það vill nefnilega þannig til að það er ein bensínstöð á Ísafirði...og hún opnar ekki fyrr en kl. 10 á sunnudögum...kaupfélagsstjórinn er þar að auki auli og man ekki pin númerið á kortunum sínum og þessi djöf.... bensínstöð tekur ekki seðla.. nú þá var ekki annað að gera en að bruna á súðavík og taka bensín þar í leiðinni...en nei, ekki seðlar.. bara kort. Þá voru góð ráð dýr, annaðhvort að renna út á Ísó aftur, sem hefði verið ókarlmannlegt, og bíða eftir að stöðin opnaði...nú eða bara láta vaða á það og sjá hvort að tankurinn myndi duga inn í Reykjanes..., jah, nú er það þannig að í rennireið kaupfélagsins er tölva og hún sagði einfaldlega að já, bensínið myndi duga og vel það...hmm..tölvan reiknaði greinilega ekki með því að lítið yrði um spar-akstur á þessari leið.. þegar 60 km. voru enn eftir í Reykjanes kviknaði bensínljósið...þegar rennireiðin var komin upp á topp á Hestakleif sagði tölvan að bíllinn kæmist 0 km. á því bensíni sem eftir væri (þá eru eftir 25 km. í Reykjanes)....þannig að þá var tekið til við sparakstur og viti menn... alveg 1,5 lítrar lifðu eftir í tankinum..engin hætta á ferðum.
Í kvöld var svo komið að næsta þætti helgarinnar en það var bikarleikur Melsteð gegn slöku liði Nings og viti menn..4-0.. sigurgöngu Melsteð er svo sannarlega ekki lokið og liðið komið í undarúrslit...halelúja og jibbíjei...það er sko kominn sautjándi júní.
Þá lýkur þessari ljúfu sögu af rennireiðum, rigningu og rokk & ról. Kaupfélagsstjórinn orðinn verulega svangur og draumadís á leiðinni með eitthvað óvænt í gogginn.
Lifið heil.
Kveðja
Snæþór