Daginn,
hörmungar á hörmungar ofan.
Ég hef lifað í ríflega 28 og hálft ár, er ungur og verð það næstu 11 og hálfa árið, sama hvað hver segir, þá verð ég reyndar ekki gamall, nei, þá verð ég á toppnum, svona fram til 60 ára aldursins, þá tekur við úrvals-aldurinn, endalaus ferðalög og gleði, ein af þeim borgum sem ég hafði hugsað mér að ferðast til er New Orleans, franska borgin í USA. Ætlaði reyndar að ferðast þangað löngu fyrir 60 ára aldurinn... upplifa Mardi Gras og borða Creole mat.
En..nú fer maður að hugsa, munum við, '76 kynslóðin upplifa það að verða sextug? Erum við, mannskeppnan búin að rústa þessari pláhnetu svo rækilega að það verður ekki aftur snúið. Veðurfræðingar vilja meina að auking óveðra og almennt séð mun verri veður séu gróðurhúsaáhrifunum að kenna sem eru svo aftur okkur að kenna, þ.e. global warming. Hvað skal til bragðs taka? Ég hef á undanförnum tveim mánuðum séð tvennt sem skelfir mig talsvert í þessu dæmi, númer eitt er að í baráttu sinni við mengun (t.d. kolaver og önnur stóriðjuver og er ég ekki að tala um losun gróðurhúsaloftegunda), sem er auðvitað alltaf af hinu góða, þ.e. baráttan, þá hefur það gerst að hin svokallaða global dimming, dimmunaráhrif mengunar, hafa minnkað og fyrir vikið aukið áhrif gróðurhúsaloftegunda og hraðað global warming, stórmál.
Hitt sem skelfir mig er sú staðreynd að til þess að takast á við hnatt hitunina þá þurfum við að taka á gróðurhúsalosuninni af svo miklu miklu meiri krafti heldur en menn hafa og munu nokkurn tíman vilja gera. Ég var svo heppinn að fá að hlusta á fyrirlestur raunsæs umhverfissinna á fundi í Noregi nú í byrjun ágúst, umhverfissinna með "bara" eina kæru vegna óláta á bakinu. Samtök hans, Belluna, starfa um allan heim og starfa með stórfyrirtækjum, með ríkisstjórnum, að því að vinna á vandamálinu. EN, og það er stóra en-ið, þeir benda á að til þess að taka á vandamálinu þarf að fara út í svo gríðarlegar aðgerðir og svo kostnaðarsamar að ekkert ríki mun á næstu árum/áratugum hafa vilja eða þá treysta sér í þær. Samkvæmt niðurstöðum þeirra þarf að skera niður losun gróðurhúsalofttegunda um meira en helming, fyrr en síðar. Samningar eins og Kyoto og Rio eru hreinn brandari og réttast sagt móðgun við náttúruna og manneskjuna.
Ég hef enga lausn á vandanum hinsvegar en er ekki kominn tími á að við tökum á þessum global vandamálum og förum að finna global lausnir, í sameiningu, við fólkið sem lifum á þessari plánhnetu.
Ég allavega vil lifa það að verða sextugur!
Kveðja
Snæþór