KAUPFÉLAGIÐ...........
Viðskiptamenn

- Sú heittelskaða
- Heimaslóðir
- Skotta
- Kobbi græni
- Kiddi Trommbomm
- Surturinn
- Hin fimm fræknu
- Eddarnir
- Upp til Heiðars
- Bombalombalom
- Gummi Markaður
- Sannleikurinn?
- Vinnan
- Slappur
- SUF


Sendu mér mail!

[Í kaupfélaginu kennir ýmissa grasa, ég sá sem rita undir allar greinarnar er stjóri hér og þær skoðanir sem koma fram eru yfirleitt mínar. Ef þér finnst ekkert spennandi í hillum kaupfélagsins, þá ert þú, kæri, kæra. Á rangri hillu í lífinu, allavega þó á rangri síðu.]

Myndir

- Glamúr shots
- Arndís árið
- Landslagið
- Eurovison um árið
- SUF á Álandi
- Mörkin 2004
- Esjan með Valla
- Hvannadalshnjúkur!!
- Mörkin 2006


Hér er ýmislegt að finna, bæði gott og vont, njótið!

20050924

Góða morgun.

Kaupfélagið er fyrst með fréttirnar, fyrsta á fætur á morgnanna og fyrst að opna bjórinn sinn.
Nú er kaupfélagið líka fyrst að sjá fyrsta þáttinn í næst fyrstu seríunni af Lost. Í gærkvöldi var þáttturinn frumsýndur fyrir fullu húsi í Skipholtinu. Þátturinn kom dansandi inn fögrum sporum og var sýndur á breiðtjaldi í sófanum.
Það verður bara að segjast eins og er að þátturinn olli svo sannarlega ekki vonbrigðum og bætti talsvert upp vonbrigðin sem urðu við fáránlegan endi seríu 1. Allt fullt af nýjum tvistum og törnum sem ég ætla ekki að segja frá hér en þeir sem vilja vita eitthvað meira geta hringt í 591-1915.

Annars er allt við það sama í kaupfélaginu. María vex og dafnar líkt og það sem hún stendur fyrir í hugum foreldra sinna. Hún er kannski heldur mikið fyrir að bíta og hefur augsýnilega misskilið sjálfa sig fyrir ljón, við því er lítið að gera annað en að kaupa plástra.

Hér er ein lítil getraun fyrir ykkur, kæru lesendur, hver orti?

Í upphafi var orðið,
og orðið var hjá þér.
Hvað af því hefur orðið,
er óljóst fyrir mér.

Í verðlaun fyrir rétt svar er einn tölvupóstur hlaðinn lofi.

Í lokin ætla ég að smella og segja vaaahúúúú.

Kveðja
Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr

20050923

Já já afsaaakið þessa leti hérna í netheimum

Í stuttu máli.... í kaupfélaginu er lífið gott. Blómin syngja og fuglarnir vaxa sig.

Pólitíkin... hver djöfullinn er nú í gangi í borginni. Íhaldið er komið með 56% ef miðað er við skoðanakönnun Gallúps og mínir menn með lítið meira fylgi en Ástþór Magnússon í síðustu forsetakosningum. Er það virkilega svona sem fólkið lítur á flokkinn? Finnst ykkur kæru lesendur að borgarmálin séu í slíkum ólestri að flokkurinn eigi skilið að vera Ástþór?

Svo er hitt, atkvæðamagnið á landsvísu, 9-11%, er hér allt í slíku kaldakoli eftir áralanga stjórn Framsóknarflokksins að þetta sé skoðun landans? Erum við ekki að upplifa hvert metið á fætur öðru í hagvexti? Er ekki 2% atvinnuleysi? Erum við ekki á toppnum hjá SÞ hvað varðar lífsgæði? Erum við ekki með eitt besta heilbrigðiskerfi í veröldinni? Nei svona kommon líður okkur ekki vel?

Ég veit að mér líður vel.

Kveðja

Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr

20050915

Góðu nóttina

Orð....orð eru til margs nýtileg, til tjáningar gagnvart náunganum, það er til einfaldra boðskipta milli mín og vinnufélaga, milli mín og afgreiðslumannsins í versluninni. Þau nýtast til að gefa öðrum til kynna hvernig manni líður og líka til þess að gefa sjálfum manni til kynna hvernig manni líður, hver kannast ekki við að hrópa upp yfir sig af fögnuði yfir einhverju sem gerist, án þess beinlínis að orðin....YESS...NEIIIII...DJÖF... og svo framvegis séu ætluð neinum sérstökum.
En orð eru líka til þess ætluð að bæta hugarástand einhvers nákomins, að segja honum hvað manni finnst um hann, að hughreysta, að láta í ljósi tilfinningar gagnvart honum. Það er fegurð orðanna, það að orð geti umbreytt líðan, að geta laðað fram óvænt bros.

Kveðja,
Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr

20050913

Klukk! Ég er'ann..

Hann Kiddi klukkaði mig og því þarf ég að smella inn 5 random staðreyndum um sjálfan mig:

1. Ég var fullkomnlega ljóshærður á yngri árum, það breyttist allt í kringum 10-12 ára aldurinn.

2. Þegar ég var skiptinemi í Bandaríkjunum var ég gripinn fyrir búðarhnupl í herverslun... ekki glæstasti dagur ferilsins. Komst að því að ég er afar slæmur þjófur og því lét ég þessa einu tilraun nægja.

3. Ég nota skó númer 42-43.

4. Þrátt fyrir að vera fæddu svona seint á árinu, 28 des, þá þurfti ég bara að bíða í 17 ár eins og allir hinir eftir því að fá ökuskírteinið mitt. Ótrúlegt en satt.

5. Mér finnst lakkrís langbestur, hann er bara bestur bestur bestur bestur.

Þá er það komið og þakka ég Kidda fyrir klukkið.

Ég klukka... Hödda Lunda, Gumma í Köben, Sigrúnu, Dóra og Elvar.

Kveðja
Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr

20050910

María...Marííííaaaa og Heeeelllssss AAAAaaangeeellllssss

Já góðan daginn. María er flutt inn, mikil ánægja ríkir á heimilinu með þá ákvörðun hennar. Skvísan bara búin að flytja allt dótið sitt inn, tók ekki nema augnablik.
Ákvörðunin um að fá sér skvísu er reyndar búin að taka nokkuð lengri tíma og síðan er auðvitað ekki hlaupið að því að finna eina sem hentar heimilinu.
Það besta við Maríu er samt hvað hún er lítil, já og auðvitað stelpa, miklu léttara að sinna þeim og færri flækjur heldur en strákarnir. Svo er hún með svo ótrúlega falleg augu, einhversstaðar á milli blárra og brúnna sem hreinlega grátbiðja um að vera keluð.
Það sannaðist auðvitað best í gær þegar elítan kom í mat, þau keluðu við hana Maríu fram yfir miðnætti sem varð svo til þess að ég gat ekkert kelað við hana, hún var bara úrvinda.

En hvað um það, þeir sem vilja hitta Maríu eru velkomnir í heimsókn.

Kveðja

Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr

20050907

Kvöööööldið..

hvað er málið, vill einhver segja mér hvers vegna heimsóknir hingað inn eru að ná nýjum hæðum á hverjum degi..... t.d. droppaði þessi ip-tala við hérna í dag 202.56.176.25. Hún er frá Kabúl....Kabúl....Kabúl í Afghanistan....

Furðulostinn Kaupfélagsstjóri kveður.
Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr
Góða kvöldið

Myndakvöld! Er ný vara í kaupfélaginu, njótið:





















































Þeir sem geta giskað á af hverju myndirnar eru fá ekkert í vinning.

Kveðja
Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr

20050906

Daginn!

Metaregn....! Í kaupfélaginu rignir nður metum þessa dagana. Í síðustu viku var sett met í fjölda heimsókna þegar farið var tæplega 200 sinnum inn á síðuna á einum degi.... ástæðan á bak við það...Ari Páll. Gott met samt. Í gær var svo sett annað met en þá var mesti fjöldi ólíkra ip-tala sem sést hafa hér inni frá upphafi, gaman að því og gaman að því að sjá að fjöldi viðskiptamanna virðist aukast dag frá degi. Spurning hvort það fari að skila sér í kassann... hmmmm, rétt upp hönd sem myndi borga.... segjum 10 krónur fyrir hvert skipti sem hann kæmi inn á kaupfélagið.

Já ég bíð,

nei ég býð ekki.

Kveðja
Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr
Góða kvöldið.

Ást er þolinmóð, ást er góð. Hún öfundar ekki, grobbar ekki og er ekki stolt. Hún er ekki dónaleg, ekki sjálfhverf, reitist seint til reiði, heldur ekki utan um misgjörðir. Ást þrífst ekki í illsku en nýtur sín best í heiðarleika. Hún verndar ávallt, treystir alltaf, trúir á vonina og varðveitir.

Svona segir í biblíunni.... og þetta er satt.

Kveðja
Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr

20050902

Daginn,

hörmungar á hörmungar ofan.

Ég hef lifað í ríflega 28 og hálft ár, er ungur og verð það næstu 11 og hálfa árið, sama hvað hver segir, þá verð ég reyndar ekki gamall, nei, þá verð ég á toppnum, svona fram til 60 ára aldursins, þá tekur við úrvals-aldurinn, endalaus ferðalög og gleði, ein af þeim borgum sem ég hafði hugsað mér að ferðast til er New Orleans, franska borgin í USA. Ætlaði reyndar að ferðast þangað löngu fyrir 60 ára aldurinn... upplifa Mardi Gras og borða Creole mat.
En..nú fer maður að hugsa, munum við, '76 kynslóðin upplifa það að verða sextug? Erum við, mannskeppnan búin að rústa þessari pláhnetu svo rækilega að það verður ekki aftur snúið. Veðurfræðingar vilja meina að auking óveðra og almennt séð mun verri veður séu gróðurhúsaáhrifunum að kenna sem eru svo aftur okkur að kenna, þ.e. global warming. Hvað skal til bragðs taka? Ég hef á undanförnum tveim mánuðum séð tvennt sem skelfir mig talsvert í þessu dæmi, númer eitt er að í baráttu sinni við mengun (t.d. kolaver og önnur stóriðjuver og er ég ekki að tala um losun gróðurhúsaloftegunda), sem er auðvitað alltaf af hinu góða, þ.e. baráttan, þá hefur það gerst að hin svokallaða global dimming, dimmunaráhrif mengunar, hafa minnkað og fyrir vikið aukið áhrif gróðurhúsaloftegunda og hraðað global warming, stórmál.
Hitt sem skelfir mig er sú staðreynd að til þess að takast á við hnatt hitunina þá þurfum við að taka á gróðurhúsalosuninni af svo miklu miklu meiri krafti heldur en menn hafa og munu nokkurn tíman vilja gera. Ég var svo heppinn að fá að hlusta á fyrirlestur raunsæs umhverfissinna á fundi í Noregi nú í byrjun ágúst, umhverfissinna með "bara" eina kæru vegna óláta á bakinu. Samtök hans, Belluna, starfa um allan heim og starfa með stórfyrirtækjum, með ríkisstjórnum, að því að vinna á vandamálinu. EN, og það er stóra en-ið, þeir benda á að til þess að taka á vandamálinu þarf að fara út í svo gríðarlegar aðgerðir og svo kostnaðarsamar að ekkert ríki mun á næstu árum/áratugum hafa vilja eða þá treysta sér í þær. Samkvæmt niðurstöðum þeirra þarf að skera niður losun gróðurhúsalofttegunda um meira en helming, fyrr en síðar. Samningar eins og Kyoto og Rio eru hreinn brandari og réttast sagt móðgun við náttúruna og manneskjuna.

Ég hef enga lausn á vandanum hinsvegar en er ekki kominn tími á að við tökum á þessum global vandamálum og förum að finna global lausnir, í sameiningu, við fólkið sem lifum á þessari plánhnetu.

Ég allavega vil lifa það að verða sextugur!

Kveðja
Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr