Kvöldið
Hver man ekki eftir þættinum með Ómari sem hafði hár, Stiklur. Í kvöld býður kaupfélagið uppá stiklur, nokkrar smáfréttir... jibbýjei.
Við byrjum á fréttum af heimilislífinu, María vex og dafnar og hefur látið að mestu leiti af þeim slæma sið að naga fólk, er það vel. Hér má sjá Maríu og að sjálfsögðu Kaupfélagsstjórann í öllu sínu veldi:
Já hún er yndæl hún María, tignarleg og fögur. Kann sig þó ekki alveg ennþá eins og sjá mér hér að neðan.

Ég fór og kíkti í kvikmyndahús á föstudagskvöldið og þvílík mynd. Mæli með því að allir skundi nú út og styðji við bakið á veikburða 365 ljósvakamiðlum og taki til við að horfa á Serenity. Hér er á ferðinni mynd sem á eftir að ganga vel í glæsilegri vídeóleigu kaupfélagsins. Engir stórleikarar að þvælast fyrir, bara spenna og fuuuulllt af húmor. Mæli með henni fyrir flesta aldurshópa. Kannski ekki alveg myndin til að fara með kærustuna á til að haldast í hendur og kela í hléinu, nibbs, meira svona bara fyrir þig og vini þína. Ég þakka Kidda kærlega fyrir að benda mér hana. Takk Kiddi.
Stundum veltir maður því fyrir sér hvað maður getur verið heppinn. Mér finnst ég vera heppinn, hef átt gott líf, er í góðri vinnu í frábæru fyrirtæki, á frábæra dóttur og fallega íbúð. Slatta af góðum vinum og einhvernveginn er bara allt á réttri leið. Er ekki annars bara stórgott að búa hérna á þessu landi, er það ekki heppni líka, maður hefði getað komið undir í leirkofa í Damumby og heitið Sembegou, kannski væri það bara heppni líka, hver veit? Veit ekki alveg hvert ég er að fara með þessari umræðu, jú, veit það alveg en kem bara ekki orðum að því, er kannski bara að bíða eftir því sem lætur mig líða eins og ég sé sá heppnasti.
Já annars, ef einhver er með tillögur að nýju nafni á VÍS samsteypuna þá væri fínt að fá þær bara hérna á komment, já og ég ætla að hirða verðlaunin ef sigurnafnið kemur hér. Þau eru sko dæmalaust góð.
En jæja, nóg af væmninni.
Kveðja
Snæþór