Okokokokokoooooooookeeeyyyy!!!
Ég var bara að djóka! Eða hvernig á maður annars að geta hætt að blogga svona uppúr þurru? Þannig að til að gleðja flesta en hrella
Ara Franska þá er verið að raða aftur upp í hillurnar í Kaupfélaginu. Þetta er búið að vera dapurt..mjög mjög dapurt en hver kannast ekki við smá bloggdauða.
Pólitík!
Karl heimtaði pólitík í annars ágætu kommenti og hér kemur hún.
Sjáið til, nú er það einu sinni þannig að herinn ætlar á brott. Runninn vestur í USA ákvað það með sínum helsta húskarli Rumsfeld að nú væri komið gott og tími kominn á að senda þoturnar í alvöru action. Það er reyndar sorglegt að sjá á eftir þessum þotum því að líkt og flestir aðrir karlar (bara fyrir utan
K.Ipsens) þá elska ég tæki, allskonar tæki, takkar, ljós og hávaði. Þotur eru svona ultimate tæki, tæki sem maður myndi gefa ansi margt til að fá að prófa, sem myndir reyndar kosta bæði líf mitt og nokkurra samborgara. En nóg um þotur. Nú er herinn að fara og það setur okkur í vissann bobba, suma reyndar í meiri en aðra. Þeir sem einna helst lenda í súpunni eru starfsmennirnir á vellinum, eitthvað þarf að gera fyrir þá en svo er það hinn hópurinn sem er að lenda í bobba og það er aðalmálið. HVAÐ EIGA ALLAR
PLATÍNUBLONDÍNURNAR AÐ GERA??? Nú fara stóru svörtu ammríkanarnir og hvað..hvað..já hvað skal til bragðs taka. Ég hef ekki svör á reiðum höndum en ég gæti þó bent á Kárahnjúka, fullt af útlendingum þar. (ég tek það fram að ég er ekki kynþátthatari, elska alla, konur þó sínu meira en menn) Til að koma í veg fyrir allan misskilning þá er ég ekki bitur, ég kýs ekki platínuljóskur, vil bara alvöru, klárar, þroskaðar, skemmtilegar, ástríkar konur...lýkur þar með þessari einkamála auglýsingu.
En já, nú er staðan svona, við höfum fjóra (4) valkosti í stöðunni:
# 1 -
Væli aðferðinHalldór og Geir fara með beinu flugi til Washington, leggjast á hnén og grátbiðja Knoll og Tott um að leifa allavega einni þotu að vera, já og 2-3 þyrlum.
# 2 -
Ring..ring...Hello, NATO, we have a free base...aðferðinVið segjum Knoll og Tott að troða þotunum þar sem sólin skín ekki (sem er n.b. sárt) og gerum einhversskonar samning við hinar NATO þjóðirnar um skiptiveru í Keflavík.
# 3 -
Farið hefur fé betra/Friður 2000 aðferðinKnoll og Tott halda áfram að eiga sig, segjum okkur úr NATO og látum Ólaf Ragnar bera friðarsúlu Yoko Ono um heiminn, svipað og Jesú Kr. Jósepsson á Golgata um árið.
# 4 -
Ísland í EUEkkert væl í Washington (hmm, gott nafn á skáldsögu). Smellum okkur í evrópusambandið og göngum í sameiginlegt varnarsamstarf þeirra ágætu samtaka. Þá líka losnum við við ofurvextina 1 2 og 3, fáum jafnan gjaldmiðil og getum farið að brosa á meðan við troðum í okkur allskonar evrópsku gúmmelaði.
Kaupfélagið er togað í þessu máli, togað á milli tveggja liða. Annað hvort er að taka stóra stökkið og velja leið # 3, vera bara frjáls og óháð ((svipað og DV) en samt ekki). Hin leiðin er auðvitað að skella sér á leið # 4 og fær hún mitt endanlega atkvæði. Hættum þessu væli, sækjum um, sýnum dug og þor, sjáum hvað við fáum út úr aðildaviðræðum, fyrr getum við ekki tekið afstöðu. Af því segnu spái ég því að við verðum komin í EU eigi síðar en 2010.
Góðar stundir.
Kveðja
Snæþór