KAUPFÉLAGIÐ...........
Viðskiptamenn

- Sú heittelskaða
- Heimaslóðir
- Skotta
- Kobbi græni
- Kiddi Trommbomm
- Surturinn
- Hin fimm fræknu
- Eddarnir
- Upp til Heiðars
- Bombalombalom
- Gummi Markaður
- Sannleikurinn?
- Vinnan
- Slappur
- SUF


Sendu mér mail!

[Í kaupfélaginu kennir ýmissa grasa, ég sá sem rita undir allar greinarnar er stjóri hér og þær skoðanir sem koma fram eru yfirleitt mínar. Ef þér finnst ekkert spennandi í hillum kaupfélagsins, þá ert þú, kæri, kæra. Á rangri hillu í lífinu, allavega þó á rangri síðu.]

Myndir

- Glamúr shots
- Arndís árið
- Landslagið
- Eurovison um árið
- SUF á Álandi
- Mörkin 2004
- Esjan með Valla
- Hvannadalshnjúkur!!
- Mörkin 2006


Hér er ýmislegt að finna, bæði gott og vont, njótið!

20060115

Koma tímar og koma ráð

Ágætis orðtak þar á ferðinni, förum ekki nánar út í það.

Kæru lesendur, nær og fjær, til hamingju!! Við þessi stærsta smáþjóð veraldar erum orðin 300.000 þrjúhundruðþúsund! Já þann 9. jan urðu þau stórtíðindi sem gera það að verkum að allar sögubækur í grunnskólum á landinu verður hent..beint í ruslatunnuna og svo kveikt í. Ég sé fyrir mér sögukennarana dansa stríðsdans við tunnuna syngjandi "í æ í æ ó, lausir úr viðjum vanans, nýtt efni í haust, í æ í æ ó". Já, það þarf ekki mikið til að gleðja þessi grey. Annars verð ég að segja að ég fyllist stolti yfir þessu, yfir því að við höfum náð þessum merka áfanga, er aðeins stærri í dag en ég var í gær.

Næsta stórfrétt er þessi:

Það snjóaði í Reykjavík í dag..snjórinn er ennþá, engin merki sjást um regn. Alveg með ólíkindum! Nú kemur mér í koll áhættan sem ég tók með því að vera bara á sumardekkjunum. Ég varð samt að reyna, það hefur ekki snjóað í þessari borg svo það festi í háa herrans tíð. Kemur sér samt sérlega vel að búa hérna í Skipholtinu, örstutt í vinnuna þannig þetta reddast allt. Reyndar er snjórinn að bögga hann Maríu talsvert, hoppar út á svalirnar og...hverfur ofan í skaflinn..svo heyrist bara aumt..mííííááááá..og hvað gerir Kaupfélagsstjórinn...hlær. Skepna þessi k-stjóri.

Eitthvað er andinn ekki til staðar í dag, helgin búin að fara í að hafa það gott, sofa, horfa á sjónvarp og sofa, já og smá msn-spjall. Núna er klukkan hinsvegar alveg að detta í 14:00 á sunnudegi og tími til kominn að fara í vinnuna í smá stund.

Góðar stundir.

Kveðja
Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr

20060111

snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr

20060105

Kæru lesendur.

Ég vil biðja ykkur um að senda elsku vini mínum Shiran ykkar allra bestu hugsanir um bata og þau ykkar sem tengjast andaheimum nýtið það í hans þágu. Hann er einn besti drengur sem ég hef kynnst um æfina og stórkostlegur vinur.

Kveðja
Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr

20060101

Gleðilegt ár kæru lesendur

Nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka... svona sungu margir ofurölvi Íslendingar í gærkvöldi og fram á nótt. Árið 2005 var skemmtilegt og skondið og nú tekur við árið 2006 og mun það án efa bera margt í skauti sér, þeim spurningum sem er ósvarað eru þessar:

- mun kaupfélagsstjórinn finna sér kaupfélagsstjórafrú?
- verður Liverpool meistari?
- verður sumarið gott?
- mun jeppadruslan seljast?
- kemur dagur eftir daginn á morgun?
- mun matvöruverð lækka?
- nær framsókn hreinum meirihluta í borginni?

Svör við þessum grípandi spurningum munu öll verða til á árinu.

Rétt fyrir áramótin var stokkið austur á land í brúðkaup til Villta Tryllta Villa og hans heittelskuðu Elísabetar fjallageitar. Ákvörðunin var tekin með gríðar-skömmum fyrirvara en ferðin stóð svo sannarlega undir væntingum og miklu meir. Dásamlegt brúðkaup eins og vænta mátti hjá þessu yndislega pari. Möðrudalurinn stóð líka svo sannarlega undir væntingum, snjóföl, myrkur og þessi landsþekkta gestrisni sem ber alltaf af, alltaf.
Allavega var það þannig að eftir að veislunni lauk og búið var að sofa, nú þá vaknaði undirritaður..eftir 3 tíma svefn. Klukkan var 07:30 og flugið var kl. 09:25. Fyrir þá sem ekki vita þá er Möðrudalur sá bær á Íslandi sem er lengst frá annarri byggð og hæstur í metrum yfir sjávarmáli..já, það eru 95-100 kílómetrar að flugvellinum á Egilsstöðum. En allavega, upp í lánsjeppann var sest og ekið af stað eftir ísilögðum veginum fyrst út heimtröðina og þessa 8 kílómetra í átt að þjóðvegi 1, örlítið holótt og frosin spor í snjónum. Það var á þessu augnabliki sem ökumaðurinn spurði sjálfan sig..."hvað er ég að gera? er ég í einhverju ástandi til að keyra þennann bíl?". Að sjálfsögðu var þeim illu öndum gert að víkja úr höfðinu og einbeitningin tók völdin, áfram gakk! Þegar út á þjóðveg 1 var komið runnu á mig tvær grímur... Egilsstaðir 104 stóð svörtum stöfum á gulum fletinum og ég er ekki frá því að bíllinn hafi kippst til af sjokki.. Nei það er ekkert mál að keyra 104 + 8 km. á rétt rúmri klukkustund að sumarlagi.... en í frosti, hálku, snjó og skafrenningi..já og kolniðamyrkri. En svona þýðir ekki að hugsa og áfram veginn hélt kaupfélagsstjórinn á lánsbíl og kílómetrarnir tikkuðu niður, augun stjörf en þó föst á slóðinni. Þá kom sjokkið, stóra sjokkið, eftir 20 km. kviknaði bensínljósið...fyrst tifaði það svona, létt blikk og þar sem bíllinn var á niðurleið þá treysti ég því að hér væri bara um einhverja bilun að ræða en þá kom jafnsléttan og ljósið skein skærar en jólastjarnan á sjálfa jólanótt, ég er jafnvel ekki frá því að vitringar hafi tekið á rás og runnið á lyktina. Nú var staðan svona, ökumaðurinn í tæpu ástandi sökum "þreytu" myrkrið svartara en áður, en lengra í byggð þar sem Möðrudalur var að baki og bíllinn á hraðri stefnu í olíuleysi. Ég sá helst fyrir mér að þurfa að ljúka ævidögunum í faðmi hreyndýra á Jökuldalsheiði en nú tók að halla undan fæti, í bókstaflegri merkingu, farið var að halla niður að Jökuldal, kuldalegasta örnefni landsins þar sem ísköld beljandi jökulsáin frussast eftir dalbotninum, brún, grá og viðbjóðsleg. Nú var þó einn ljós punktur í tilverunni, hér á heiðarendanum var gsm samband og því var hringt í Möðrudal og spurt um hvort það væri nú ekki örugglega bensínstöð á Skjöldólfsstöðum, Annar Birna ofurfrænka sagði jújú, það er kortasjálfsali....kortasjálfsali, HVER MAN ÞESSI ANDSKT. PIN NÚMER!....kaupfélagsstjórinn sagði "ekki ég". Þrátt fyrir að pin númerið væri glatað þá hökti bíllinn á síðustu olídropunum inn á planið við sjálfsalann, kortið sett í og nú var hugsað...hmm, númerið var einfalt og það var í því 5 og 1..best að prófa, nei ekki þetta, nei og ekki þetta heldur og í þriðja sinn spýtti viðbjóðsvélin útúr sér kortinu og sagði "of margar tilraunir". Þá var bara eitt að gera, berja að dyrum á sveitabænum, bera sig aumlega og biðja um einn þúsara af olíu. Bank bank, bank bank, bank bank bank.....bank.....bank....hér var farið að draga af undirrituðum sökum kulda og vosbúð..bank bank. Bændur voru ekki heima, sennilega voru þeir í fjósi og nú var klukkan farin að nálgast 9 skelfilega mikið. Því var tekin sú áhættusama ákvörðun að brenna af stað, treysta á guð og lukkuna og sjá hvort að olían myndi ekki duga, tek það fram að hér var búið að aka 40 km. á ljósinu í hálf þungri færð! Spennan var þrúgandi..hver sekúnda sem leið, hver meter sem var ekinn var sannarlega guðs gjöf..en úff, þarna kom askvaðandi á móti brattasta brekka leiðarinnar, einn km af s beyjum upp á síðustu heiðina, svo sannarlega ekki gott að missa aflið þar, skrolla afturábak niður í hyldjúpt gilið og frosna ána fyrir neðan..svitinn bogaði en já, upp fór hann og nú var aftur komið í gsm samband, hringdi í dauðans ofboði, 20 mínútur í brottför vélarinnar og hún var ekki sein..því miður. Héðan var 10-15 km leið eftir að vellinum..9..8..7..6..5...nei hver andskotinn, hér fór hann að hökta á jafnsléttunum en rauka af stað í brekkum.. blessunarlega mikið af þeim 4...3.........2,5..og allt dautt..ekki nóg með olíuleysið..nei, rafmagnslaus í leiðinni! Sit í myrkrinu..aleinn..og horfi á vélina fara í loftið.

Svona var sagan af því, sem betur fer komst ég með næstu vél og á lífi til borgarinnar.

Gleðilegt nýtt ár öllsömul.

Kveðja
Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr