KAUPFÉLAGIÐ...........
Viðskiptamenn

- Sú heittelskaða
- Heimaslóðir
- Skotta
- Kobbi græni
- Kiddi Trommbomm
- Surturinn
- Hin fimm fræknu
- Eddarnir
- Upp til Heiðars
- Bombalombalom
- Gummi Markaður
- Sannleikurinn?
- Vinnan
- Slappur
- SUF


Sendu mér mail!

[Í kaupfélaginu kennir ýmissa grasa, ég sá sem rita undir allar greinarnar er stjóri hér og þær skoðanir sem koma fram eru yfirleitt mínar. Ef þér finnst ekkert spennandi í hillum kaupfélagsins, þá ert þú, kæri, kæra. Á rangri hillu í lífinu, allavega þó á rangri síðu.]

Myndir

- Glamúr shots
- Arndís árið
- Landslagið
- Eurovison um árið
- SUF á Álandi
- Mörkin 2004
- Esjan með Valla
- Hvannadalshnjúkur!!
- Mörkin 2006


Hér er ýmislegt að finna, bæði gott og vont, njótið!

20060424

Goda kvoldid

Kaupfelagsstjorinn er staddur i Kobenhavn. Klukkan er 00:53 eftir midnætti og innbyrtir hafa verid fra 4-7 bjorar. Kvoldid er fagurt og bolid kallar. Bolid sko, ekki bølid.

Godar stundir og god natt.

Kvedja

Snæthor
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr

20060421

Góðan daginn

Í dag er stór dagur. Elísabet drottning á Englandi er áttræð og draumaprinsinn hennar Sir Ari Páll af Stöðvarfirði er 30 ára!! Já kaupfélagið býður uppá köku í tilefni af deginum. Þessi hér að neðan fannst í frystinum og er tilvalin til þessa brúks.

Til hamingju með daginn Ari!!

Kveðja
Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr

20060419

Kvöldið

Kaupfélagið er eins og flest önnur kaupfélög...fjölbreytt. Sem dæmi um það þá stendur ein svona:



Fyrir utan gluggann. Í henni er bensín..(hægra megin)..og díselolía (vinstra megin)..Nema þú komir að henni hinu megin frá..þá er það öfugt.

Kaupfélagið er nokkurskonar fríríki og því gilda þær einföldu reglur að það sem Kaupfélagsstjórinn segir...já..það eru lög.

Eins og allir vita þá hefur olíverð tekið til við að stíga...talsvert..eftir að gengið okkar tók að hrynja, svona eins og múrarnir í kringum jerúsalem..nei bethlehem..? forðum. Nú er pressan talsverð á kaupfélagið að lækka álögur sínar á eldsneytinu til þess að koma í veg fyrir óðaverðbólgu í plássinu sem aftur hækkar okkar ágætu verðtryggðu skuldir og étur upp kaupmáttinn okkar skref fyrir skref. En hvað er til ráða?

Gera ekkert?
Status quo og engar breytingar. Láta gengið halda áfram að rokka niður og tapa sér í verðbólguþynnkunni. Njóta lífsins og horfa á "verðbætur" hlutann af lánunum vaxa eins og púkann á fjósbitanum.

Grípa í taumana?
Taka á þessu! Lækka álögurnar tímabundið og setja sér markmið um að eldsneytisverð megi ekki hækka/lækka nema um x% á hverju gefnu tímabili. T.d. að hámarks delta á sex mánaða tímabili sé 6%. Nú eða bara einhverja aðra leið.

Hækka álögurnar og njóta lífsins?
Þessi leið verður ekki rædd frekar.

Ég sá viðtal við okkar ágæta íhaldspungshafnfirðingsfjármálaráðherra um daginn þar sem hann lýsti því yfir..ÁN ÞESS AÐ BLIKNA..!! að það væri ekki inni í myndinni að lækka álögurnar á eldsneyti þar sem að það myndi auka svo þennsluna í þjóðfélaginu......ÞENNSLUNA!!!! Að mínu mati og flestra annara held ég að þennsla geti skapast þegar fólk hefur talsvert af peningum á milli handanna og getur því farið að versla sér óhóflega af vörum sem eru mjög teygnar samkvæmt verðteygni eftirspurnar. Verðteygni eftirspurnar skilgreinist þannig að vörur sem neytendur líta á sem nauðsynjavörur eru iðulega óteygnar og því er glamúrinn allur teyginn. Bensín og olía eru nauðsynjavörur..heyrirðu það Árni!! Þ.a.l. að fólk kaupir sér eldsneyti hvort sem það er dýrt eða ódýrt því að alltaf þurfum við jú að komast í vinnuna eða á milli a og b yfirhöfuð.

Svo er það hinn þátturinn....er ekki óskynsamlegt að lækka álögur á auðlind sem er óðum að þverra? Eða er hún kannski ekki óðum að þverra? Getur það hugsast að OPEC ríkin njóti þess bara svona skuggalega að halda um hækkunar/lækkunar sprotann með annarri og runka sér á meðan fullir af peningafryggð með hinni?

Hver veit?

Kveðja
Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr

20060411

Jájájá góðan daginn...

ég veit að þetta er hallærislegt og leiðinlegt...en samt...

SMELLIÐ HÉR!!!

Góðar stundir!

Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr

20060409

Góðan sunnudaginn viðskiptamenn.

Það er ekki lokað í Kaupfélaginu í dag. Verslunin fylgir að sjálfsögðu nýjustu straumum og stefnun varðandi opnunartíma og hefur þessa síðustu daga sýnt af sér endurnýjaðan kraft. Af þessu tilefni birtist hér bi-annual ársreikningur.

Kaupfélagið var stofnað þann 30.3.2004

Heildarfjöldi pósta - 249

Dagar á milli pósta - 2,9 dagar

Heildarfjöldi heimsókna - 23.460

Heimsóknir pr. dag - 32,1

Tekjur og gjöld = 0

Það er því ljóst að þetta góða fyrirtæki hefur lifað lengur en margir áttu von á, þrisvar hefur henni verið lokað en ávallt kemur hún sterk til baka. Er þetta enn ein rós í hnappagat Samvinnuhreyfingarinnar á Íslandi.

Stjórn Kaupfélagsins skipa:

S. Halldórsson
Snæþór S.
S. Sigurbjörn. H.

Kveðja

Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr

20060407

Daginn daginn

Það er ekki á hverjum degi sem vörur í kaupfélaginu valda öðrum eins úlfaþyt og þessi síðasta. Það er því kominn tími á eitthvað sem veldur minni deilum. Því ætla ég að skrifa um réttindi samkynhneigðra, bann við reykingum á opinberum stöðum, hvalveiðar og flugvöllinn í reykjavík.


(einhver sofnaður)

Kveðja
Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr

20060406

Daginn aftur

Það gerist ekki á hverjum degi að vöruframboðið í Kaupfélaginu sé slíkt að út úr flæði en nú er það raunin. Ástæðan fyrir þessum pistli er sú endalausa ræpa sem þingmaður okkar framsóknarmanna í Norð-vestur kjördæmi virðist þjást af. Ræpa skilgreinist þannig að óstjórnlegur flaumur af illa lyktandi óþverra dælist út úr hinum óæðri enda mannskeppnunnar. Það er með einföldum hætti hægt að líkja vaðlinum á Kristni H. Gunnarssyni með sama hætti. Útúr honum dælist alls kyns illa lyktandi viðbjóður sem enginn vill heyra eða sjá á prenti, hvorki landsmenn, framsóknarmenn né heldur fyrrum kjósendur hans í kjördæminu. Fyrrum, spyrjið þið kannski, já fyrrum segi ég því að bæði hef ég fyrir því staðfestar fregnir að vestfirðingar séu búnir að gefast upp á manninum sem og trúi ég því og treysti að vestfirðingar hafi ekki nokkurn minnsta áhuga á því að láta slíkann mann koma fram fyrir sína hönd á hinu háa Alþingi okkar Íslendinga. En talandi um vaðalinn á honum þá er nýjasta vinsældarmálið hans það að flokkurinn eigi að ganga til liðs við hið "glæsilega" framboð Samfylkinguna og verða þar með öflugustur flokka félagshyggjufólks er landið prýðir. Í þessu samhengi segir ræpukóngurinn að eðlilegt sé að velta fyrir sér hvert flokkurinn stefni. Mikið rétt, ávallt er rétt að skoða það mál, að skoða stefnuna og finna nýja fleti til þess að efla land vort og þjóð. Ég hinsvegar lofa ykkur því kæru lesendur að leiðin er ekki að sameinast fylkingunni. Leiðin er sú að vinna áfram að hinni góðu miðjustefnu sem sameinar kosti félagshyggju og frjálshyggju, eða brot af því besta stefnan. Mér leiðist að skrifa um Kristinn, dauðleiðist það og vona ég að þetta sé í síðasta sinn sem ég skrifa um hann. Það er bara ein spurning eftir, ef að hin almenna ræpa kemur úr hinum óæðri enda og Kristinn er konungur ræpunnar.... gerir það hann þá að rassgati Framsóknarflokksins?

Kveðja

Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr
Daginn kúnnar.

Hvað segiði svo í dag?

Ég segi fínt takk sömuleiðis.

Dagurinn í dag er búinn að vera ein steik frá upphafi til enda. Endalaus leiðindamál í vinnunni og framleiðnin ca. 0,2. Merkilegt hvað óþarfa vandamál geta stolið miklum tíma frá manni. Annars er þetta mest FH-fíflinu að kenna, þ.e. Elvari, ég hef eiginlega ekki komist í góðan gírinn síðan hann fór í hvíta tígris jakkann/kápuna hennar Siggu Ingva um daginn. Það er bara eitthvað við það að sjá karlmann 190 cm háan klæddan í kvenmannskápu sem slekkur lífslöngunina. En nóg um þetta, ég verð bara að lifa við þessa mynd og sjá hvort að neistinn skili sér ekki aftur um síðir.

Mest lítið gerist í pólitíkinni þessa dagana, ekki nema þá að það er komið nýtt kosningalogo fyrir flokkinn, flokk allra landsmanna, þennann eina sanna, já ég er að tala um frraaaaamsóknarflokkinn jeiiiheeii!!



Á meðan þið njótið myndarinnar þá mæli ég með því að þið sækið ykkur popp og kók, bara svona til að njóta þessa sem best.

Kveðja

Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr

20060404

Okokokokokoooooooookeeeyyyy!!!

Ég var bara að djóka! Eða hvernig á maður annars að geta hætt að blogga svona uppúr þurru? Þannig að til að gleðja flesta en hrella Ara Franska þá er verið að raða aftur upp í hillurnar í Kaupfélaginu. Þetta er búið að vera dapurt..mjög mjög dapurt en hver kannast ekki við smá bloggdauða.

Pólitík! Karl heimtaði pólitík í annars ágætu kommenti og hér kemur hún.

Sjáið til, nú er það einu sinni þannig að herinn ætlar á brott. Runninn vestur í USA ákvað það með sínum helsta húskarli Rumsfeld að nú væri komið gott og tími kominn á að senda þoturnar í alvöru action. Það er reyndar sorglegt að sjá á eftir þessum þotum því að líkt og flestir aðrir karlar (bara fyrir utan K.Ipsens) þá elska ég tæki, allskonar tæki, takkar, ljós og hávaði. Þotur eru svona ultimate tæki, tæki sem maður myndi gefa ansi margt til að fá að prófa, sem myndir reyndar kosta bæði líf mitt og nokkurra samborgara. En nóg um þotur. Nú er herinn að fara og það setur okkur í vissann bobba, suma reyndar í meiri en aðra. Þeir sem einna helst lenda í súpunni eru starfsmennirnir á vellinum, eitthvað þarf að gera fyrir þá en svo er það hinn hópurinn sem er að lenda í bobba og það er aðalmálið. HVAÐ EIGA ALLAR PLATÍNUBLONDÍNURNAR AÐ GERA??? Nú fara stóru svörtu ammríkanarnir og hvað..hvað..já hvað skal til bragðs taka. Ég hef ekki svör á reiðum höndum en ég gæti þó bent á Kárahnjúka, fullt af útlendingum þar. (ég tek það fram að ég er ekki kynþátthatari, elska alla, konur þó sínu meira en menn) Til að koma í veg fyrir allan misskilning þá er ég ekki bitur, ég kýs ekki platínuljóskur, vil bara alvöru, klárar, þroskaðar, skemmtilegar, ástríkar konur...lýkur þar með þessari einkamála auglýsingu.

En já, nú er staðan svona, við höfum fjóra (4) valkosti í stöðunni:

# 1 - Væli aðferðin
Halldór og Geir fara með beinu flugi til Washington, leggjast á hnén og grátbiðja Knoll og Tott um að leifa allavega einni þotu að vera, já og 2-3 þyrlum.

# 2 - Ring..ring...Hello, NATO, we have a free base...aðferðin
Við segjum Knoll og Tott að troða þotunum þar sem sólin skín ekki (sem er n.b. sárt) og gerum einhversskonar samning við hinar NATO þjóðirnar um skiptiveru í Keflavík.

# 3 - Farið hefur fé betra/Friður 2000 aðferðin
Knoll og Tott halda áfram að eiga sig, segjum okkur úr NATO og látum Ólaf Ragnar bera friðarsúlu Yoko Ono um heiminn, svipað og Jesú Kr. Jósepsson á Golgata um árið.

# 4 - Ísland í EU
Ekkert væl í Washington (hmm, gott nafn á skáldsögu). Smellum okkur í evrópusambandið og göngum í sameiginlegt varnarsamstarf þeirra ágætu samtaka. Þá líka losnum við við ofurvextina 1 2 og 3, fáum jafnan gjaldmiðil og getum farið að brosa á meðan við troðum í okkur allskonar evrópsku gúmmelaði.

Kaupfélagið er togað í þessu máli, togað á milli tveggja liða. Annað hvort er að taka stóra stökkið og velja leið # 3, vera bara frjáls og óháð ((svipað og DV) en samt ekki). Hin leiðin er auðvitað að skella sér á leið # 4 og fær hún mitt endanlega atkvæði. Hættum þessu væli, sækjum um, sýnum dug og þor, sjáum hvað við fáum út úr aðildaviðræðum, fyrr getum við ekki tekið afstöðu. Af því segnu spái ég því að við verðum komin í EU eigi síðar en 2010.

Góðar stundir.
Kveðja

Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr