Góðan daginn
Langt síðan sist....vííí.
Það hefur nú margt og mikið á dagana drifið. Sumt nenni ég að ræða og annað ekki.
Ég nenni ekki að ræða:- Jólin
- Kosningarnar
- Vatnsleysi í Hraunvéum
- Garðslátt
Ég nenni hinsvegar að ræða:-
Maríu kisuhommaElsku kisi. Takk takk takk fyrir góðu stundirnar, nú er þinni tími kominn og þú farinn að dúlla þér með öllum sætu kisunum þarna uppi. Þú meigst hér og þar, aðallega ekki í kassann þinn og fyrir það þurftirðu að gjalda með lífinu. Ert samt í minningunni besti kisuhommi sem ég gæti hugsað mér. Kveðja Snæþór og Arndís litla Rán (stelpan sem hnoðaðist með þig)
-
HvannadalshnjúkÞvílík endemis og önnur eins snilld. Við renndum síðstliðinn föstudag úr höfuðborginni þrjú, ég, Rabbi VÍSari og Alma Eskifjarðardrottning. Vorum svo komin á áfangastað í Svínafell í Öræfasveit í gríðarlegri sumarblíðu, hvergi ský að sjá, bara sól. Fórum í pottinn og sund...nema Rabbi sem var vafinn. Kvöldið klárað með því að ganga frá birgðunum í bakpokana, tékka í síðasta sinn á búnaðinum og svo í svefn. 3-4 tímum síðar hringdi vekjarasíminn og allir á fætur, nú var klukkutími til stefnu og allir hoppuðu í fötin, ullin innst, þá flísin..o.s.frv. Brunað í Skaftafell og þaðan að Sandfelli þar sem gangan hófst.
Hér voru þá saman komnir um 60 göngugarpar á vegum Íslenskra fjallaleiðsögumana, tilbúin í gönguna og stírurnar rétt að brotna úr augunum. Á meðal þessara 60 vorum við 8 saman, við þrjú fyrrnefnd og svo 5 félagar Rabba en það voru, Árni, Óskar, Lárus, sigurHjörtur og Gústi. Upp upp upp var stefnan, fyrst upp Sandfellið og yfir á Sandfellsheiði, þaðan upp á Öræfajökulinn og nú var liðið komið í spotta, sett í 4 gír og tekið framúr 160 manna halarófu frá Ferðafélagi Íslands. Ég er ekki frá því að það hafi sést tár á hvarmi pólfarans Haralds Arnar Ólafssonar þegar Kaupfélagsstjórinn straujaði framúr með snjóinn bráðnandi undan brennheitum sólunum.
Var ég búinn að nefna að það var sólskin?
Upp hélt gangan áfram, hækkun um 800 metra eftir einni lengstu fönn sem sögur fara af, svitinn bogaði og brosið breikkaði með hverju skrefinu, Hnjúkurinn æddi nær og nær, ægifagur, fannhvítur. Leiðsögumaðurinn Leifur benti okkur á snjóflóðið sem felldi Hnjúkfarana helginni áður og sagði...við förum svo bara upp flóðið. Blessunarlega varð nú ekki af því, Hnjúkurinn klifinn 50-100 metrum austar og upp á topp.
Ég verð bara að segja að tilfinningin var ólýsanleg, að standa á toppi Íslands, horfa í austri á Snæfellið, í norðri á Herðubreið og í vestri á Hekluna. Allir á toppinn!
Endilega kíkið á myndirnar hér til hægri....merktar Hvannadalshnjúkur!!
-
Formanns krísuna í framsóknÆi nei, ég nenni ekki að ræða hana.
-
Neko CaseRakst á þessa snilldar söngkonu um daginn...er fallinn fyrir henni. Syngur svona bland af Country / folk / indie...eitthvað....
Kveðja
Snæþór