Árás í orðræðu?
Já kæru lesendur, það vill þannig til að hinn fullkomni og saklausi Kaupfélagsstjóri hefur orðið fyrir árás. Já árás segi ég og það frá þeirri sem stendur hjarta hans næst. Ég vil benda þeim sem vilja lesa á að kíkja á linkinn hér á vinstri hönd, þeim sem heitir "Ungfrú Eskifjörður".
Áður en lengra er haldið er þó rétt að segja frá því að það hefur orðið fjölgun í Skipholtinu. Fyrir nú einhverjum 2-3 vikum varð sá atburður að fjöldi íbúa fór úr 1 og upp í 3. Nýju íbúarnir eru semsagt mín heittelskaða og hundurinn hennar, óska ég þeim hér með til hamingju með þann gjörning.
Það er því komið í minn verkahring að hlaupa 3 sinnum á degi hverjum 14 hringi um hverfið með Kobba (hundinum) til að láta kvikyndið míga og skíta, geng um með saurpoka í vasanum og tek upp volga drelli úr blómabeðum, gangstéttum og öðru sem dýrið ákveður að merkja sér með saur...gaman að því. Það er því komin ný deild í kaupfélagið, "saurpokadeild".
Það er margt sem fylgir því að krækja sér í ofurkonu, t.d. það að flytja búslóðina hennar og mixa henni við mína. Ég vil þakka öllum þeim sem hjálpuðu við flutningana en þó helst þeim Kidda "troddu þessum trommukjuða þar sem sólin sést ekki" og Karli "kaupfélagspíku" sem tókst á einhvern undraverðan hátt að hverfa á sitthvort landshornið einmitt daginn sem flutningarnir áttu sér stað. Það er því þeim að kenna að sjötti hriggjarliður og vinstri tánögl eru í vissu lamasessi og ég verð öryrki það sem eftir er...takk strákar.
Annars vil ég bara bjóða öllum þeim sem vilja að mæta í Skipholtið og líta á hvað kvenlegt innsæi getur breytt bachelor padinu á undraverðum hraða í glæsilega yfirstéttaríbúð. Já og blóm og gjafir eru vel þegnar, mig vantar t.d. Kitchen-Aid hrærivél og eitthvað gott XO koníak.
Annars...góðar stundir.
Kveðja
Snæþór