KAUPFÉLAGIÐ...........
Viðskiptamenn

- Sú heittelskaða
- Heimaslóðir
- Skotta
- Kobbi græni
- Kiddi Trommbomm
- Surturinn
- Hin fimm fræknu
- Eddarnir
- Upp til Heiðars
- Bombalombalom
- Gummi Markaður
- Sannleikurinn?
- Vinnan
- Slappur
- SUF


Sendu mér mail!

[Í kaupfélaginu kennir ýmissa grasa, ég sá sem rita undir allar greinarnar er stjóri hér og þær skoðanir sem koma fram eru yfirleitt mínar. Ef þér finnst ekkert spennandi í hillum kaupfélagsins, þá ert þú, kæri, kæra. Á rangri hillu í lífinu, allavega þó á rangri síðu.]

Myndir

- Glamúr shots
- Arndís árið
- Landslagið
- Eurovison um árið
- SUF á Álandi
- Mörkin 2004
- Esjan með Valla
- Hvannadalshnjúkur!!
- Mörkin 2006


Hér er ýmislegt að finna, bæði gott og vont, njótið!

20040630

Það á afmæli í dag það á afmæli í dag, það á afmæli kuffélagiiiið....þaaaðð.....

Já til hamingju með daginn og til hamingju Portúgalir, þið eruð nú ekki svo galnir. Tek það nú samt fram að ég styð við bakið á Tékkum það sem eftir lifir móts. Dóri, ekki orð! Þeir hafa jú auðvitað verið mitt lið alveg frá því að cheating bastard Olíver Bírhoff skoraði tvö rangstöðumörk hérna á Englandi um árið, já þá voru grátur og gnístan tanna. Eina sem ég sakna við tékkana er Börgerinn, það vantar Börgerinn. Vinstri fóturinn hans átti það nú til að gleðja mann og búkurinn konur já og kannski Karla.

Til að halda uppá þennann merkilega dag ákvað stórfjölskyldan að fara á FAME, I want to live forever og svo framvegis. Ég grátbað þó frúnna um að fá að vera heima og horfa á leikinn, sérstaklega þar sem ég hafði heyrt að þessi sýning væri einungis skrefi skemmtilegri en að stikna í helvíti. Já mikið djöfull var ég hissa þegar svo í ljós kom að sýningin er hin besta skemmtun. Get meir að segja vitnað um það að mér vöknaði nánast um augu þegar ein aðalstjarnan lét lífið. Fyrir ykkur sem eigið eftir að fara á sýninguna og hafið verið í vafa segi ég. Skellið ykkur, en passið ykkur á að fá sæti mjög framarlega, helst í salnum.

Þetta er hún Esther Thalía skvísa. Stendur sig vel stúlkan sú.

Litla Dís skemmti sér konunglega, dansaði bara með og fékk svo að hitta og knús frá Jónsa á eftir, snemma beygist krókurinn. Þekki ansi margar sem hefðu viljað vera í hennar sporum, og reyndar nokkra líka. :-)

Jæja

Kveðja
Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr

20040629

Ég kemst í hátíðarskap!

Á morgun er stór dagur. Kaupfélagið mun ná þeim merka áfanga að verða 3 mánaða gamalt. Já þriggja mánaða segi ég!

Hér má lesa fyrsta póst Kaupfélagsins:

"Það er komið að því! Formleg opnun mcice.blogspot.com er núna. Blóm og gjafir afþakkökkuð en kokteill vegna opnunarinnar er hjá vatnsbrunnum landsins frá 13:00-13:30, allir velkomnir.
Það er margt sem á dagana drífur þessa síðustu og verstu. Fyrst af öllu er DV auðvitað að gera allt vitlaust, ungir FUF-arar í Reykjaví­k standa fyrir sí­nu og af íþrótta frontinum er alltaf nóg að frétta!

Ég mun leggja mig fram um að vera skemmtilegur, leiðinlegur, alvörugefinn og algjört fífl, allt í senn í­ einum graut. Það er best þannig.

Kveðja
Snæþór"


Ég held ég verði bara að halda því fram að ég hafi náð að standa við þetta að mestu leiti. Á þessum þremur mánuðum hef ég skrifað 99 pósta. Því verður næsti póstur sögulegur að því leiti að ekki bara heldur hann upp á ársfjórðungsafmæli Kaupfélagsins heldur gerir hann en betur og verður sá hundraðasti í röðinni. Bendi athugulum lesendum á að í texta þessa fyrsta póstar stendur að hér sé um opnun mcice.blogspot.com að ræða. Sú var raunin en degi seinna var nafninu breytt í Kaupfélagið. Við þessi tímamót verður ekki gerð nein stórmerk breyting á uppsetningu Kaupfélagsins, hvorki hvað varðar ritstjórnarstefnu né útlit. Reyndar ætla ég að gefa lesendum tækifæri á því að hafa áhrif á stefnuna. Hér að neðan er könnun þar sem hægt er að kjósa um framtíð Kaupfélagsins. Tek það þó fram að ég áskil mér rétt til að hafa niðurstöðuna að engu. Fara fram á að 90% atkæða þurfi til að breyta stefnunni og að sjálfsögðu mun ég túlka niðurstöðuna fullkomnlega eftir eigin þörfum.

AF EINHVERRI ÁSTÆÐU GET ÉG EKKI SETT INN KÖNNUNINA, LÆT SPURNINGARNAR ÞÓ FYLGJA:

Í hvaða átt á Kaupfélagið að þróast?

Halda sömu stefnu
Meiri pólitík
Meiri gleði
Meira nöldur
Loka kaupfélaginu



Þetta var nú gaman, ekki satt?

Dagurinn í dag var góður dagur. Dagurinn á morgun verður eflaust betri og júlí reikna ég með að verði einn besti mánuður Íslandssögunnar. Þ.e. ef fram heldur sem horfir varðandi hitastig sjávar. Margt verður á dagskrá, Metallica, ættarmót, tjaldferðir, fjallgöngur og margt fleira. Tóm hamingja.

Ég legg til að við tökum öll höndum saman um að gera júlí að góðum mánuði, sýnum lífsgleði okkar í verki, umföðmum náungann og skiljum eftir okkur ást og vinarhug hvar sem við getum. Í tilefni þess að Lou Reed er að koma í bæinn og við ætlum að vera svona kát er þá ekki tilvalið að hlusta á þetta lag hérna, munið bara að segja month þegar þið syngið með í stað day.

Gleðikveðja
Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr
Skeit í deigið.

Kaupfélagsstjórinn hefur verið gagnrýndur nokkuð en þó að mestu í góðu fyrir uppnefni og dónaskap í síðustu færslu. Biðst hér með velvirðingar á því en stend þó við þetta allt að mestu leiti :-). Viva la Owen.

Fyrir þá sem ætla að mæta á Metallica (eins og ég) ROCK ON!!



Kveðja
Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr

20040628

Er ég skrítinn?

Ég var að átta mig á því að vinir mínir eru sennilega ekki nægilega undarlegir. Forsaga þessa máls er sú að ég fékk þá frábæru hugmynd um klukkan 21:15 í kvöld að ganga á Esjuna svona rétt sem snöggvast. Fullkomnlega eðlileg spurning. Skvísan harðbannaði mér að ganga einn vegna tvísýns veðurútlits, (innskot kaupfélagsstjórans, það var heiðskýrt) og tjáði mér að ég yrði að finna einhvern til að fara með mér. Nú ég sendi auðvitað sms hið snarasta á þá vini mína sem ég taldi vera hvað líklegasta til að vilja skokka uppá þennan blessaða hól, Kalla Kaupfélagsins og skötuhjúin úr MBEBE, Rósina og El Dorado Tékkasleikju :-). Svörin sem bárust stuttu seinna voru hinsvegar mis....hvað má nú segja... hreinskilin. KK sagði einfaldlega stutt og laggot "Ertu fullur? Nei takk!" en Rósin bar við þreytu, sennilega ennþá hálf löskuð eftir gæsunina.

Því velti ég þessari spurningu upp. Er ég skrítinn að fá svona skemmtilegar hugmyndir? Mér finnst það ekki, væri núna staddur á toppnum, syngjandi gamla Carpenders slagarann...... "æm on ðe, topp of ðe vöörl lúkking, dávn on kríeisjon....."

Kveðja
Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr

20040627

Daginn

Þá er Kaupfélagsstjórinn mættur af SUF þingi, sæll og kátur, með ESB ályktunina upp á vasann. SUF er á leið í ESB, víhaa. Reyndar svo framarlega sem við fáum nógu góðann samning.
Þingið var ágætt að mestu leiti, lítið um alvarleg átök enda var það svo sem allt orðið umsamið fyrir þingið. Nú er bara að bíða og sjá hvort að SUF verði ekki aftur lyft upp til þeirrar vegs og virðingar sem sambandinu ber.

Læt hér Ályktun þings SUF haldið á Nesjavöllum 25.-27. júní 2004 um Evrópumál fylgja.

"32. þing Sambands ungra framsóknarmanna haldið á Nesjavöllum í Grafningi 25.-27. júní 2004 telur að meginmarkmið utanríkisstefnu Íslands sé að varðveita sjálfstæði íslensku þjóðarinnar, yfirráð yfir auðlindum hennar, tryggja öryggi landsins, efla viðskipti við aðrar þjóðir og tryggja aðgang að erlendum mörkuðum.

Á undanförnum árum hafa Íslendingar í auknum mæli látið til sín taka og axlað aukna ábyrgð innan alþjóða samfélagsins. Þann áratug sem EES-samningurinn hefur verið í gildi hefur hann nýst íslenskum hagsmunum vel í meginatriðum og hefur leitt til mikilla hagsbóta í þágu einstaklinga og fyrirtækja. Þing SUF telur að þó svo að tekist hafi að semja um framlengingu og stækkun EES-samningsins hafi samningurinn ekki þróast nægilega í takt við þær breytingar sem orðið hafa á samstarfi Evrópuríkja á þessu tímabili. Að auki telur þing SUF að EES-samningurinn hafi frá upphafi ekki gætt þess nægilega að Íslendingar hafi sjálfstjórn á sínum málum, m.a. með aðkomu að löggjöf þar sem Íslendingar þurfa í æ ríkara mæli að taka löggjöf ESB óbreytta inn í íslenskan rétt án þess að hafa nokkra aðkomu að stefnumótuninni sjálfri. Það liggur því fyrir að íslendingar afsala sér meira af sjálfsákvörðunarrétti utan ESB en innan.

Því telur þing SUF að það þjóni hagsmunum Íslands að hefja nú þegar vinnu við samningsmarkmið með aðild að ESB í huga og skal sú vinna hefjast að frumkvæði forsætisráðuneytisins. Huga þarf sérstaklega að hagsmunum Íslendinga í landbúnaðar og sjávarútvegsmálum. Án viðunandi niðurstöðu úr samningarviðræðum leggst SUF alfarið gegn inngöngu í ESB."


Kveðja
Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr

20040624

nneeeeiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!!!!!!!!!!!!!!!!

Sorgarkveðja
Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr

20040622

Fimmvörðuháls

Sem fyrr greinir gekk ég ásamt miklu liði VÍSara yfir hálsinn frá Skógum undir Eyjafjöllum að Strákagili í Þórsmörk um helgina. Ég ætla nú í örfáum orðum að lýsa þessari stórkostlegu leið að hætti Kaupfélagsins.

Fyrsti hluti Skógar - Vað

Allir út úr rútunni og AF STAÐ! Fyrsta verkið er auðvitað að tékka á öllum búnaðnum.
- Suðusúkkulaði...check
- Vatnsbrúsi...check
- Bakpoki...check
- o.s.frv...check
Frá búnaðartékki tekur við erfiðasta brekka leiðarinnar, Kvennabrekkan illræmda, reikna með því að nafnið komi til af því að fæstar konur hafa það af að komast upp þessa brekku sökum þróttleysis og veimiltítuháttar. hehe
Nóg af rembunni. Allir komust nú upp og af stað var haldið....HEI SJÁIÐI FOSSINN...HEI FOSS...FOSS...foss...(muldur, enn einn helvítis foss) Þetta er svona í fáum orðum leiðin frá Skógafossi, framhjá Kæfufossi, veitekkifossi, hittogþettafossi, Gluggafossi og núerkomiðnógfossi. tíhí. Mjög falleg leið engu að síður. Ég týndi tölunni á fossunum þegar ég var kominn uppí 632 en mér skilst að þeir séu um fjórtán þúsund.

Annar hluti Vað - Fimmvörðuháls
Hér tekur við leiðinlegasti hluti leiðarinnar. Þ.e.a.s að hér er ekkert að sjá nema urð og grjót upp í mót, ekkert nema urð og grjót. Þar að auki var hér leiðinlegasta veður ferðarinnar, þ.e. ekki nema 23 stiga hiti og sólskin. Frábært samt að Útivist skuli bjóða uppá þá þjónustu að fáklæddar yngismeyjar veiti fótnudd og skenki köldum bjór. Það koma virkilega á óvart. Húrra fyrir Útivist.
Tek það þó fram að þó að leiðin heiti Vað - Fimmvörðuháls að þá er hér um að ræða brú.

Þriðji hluti Fimmvörðuháls - Strákagil
Hér tekur aldeilis við fallegasta leið landsins. (að undanskilinni göngunni í Stórurð) Þegar hálsinum sleppir fer Þórsmörkin að opnast fyrir fótum göngumanna, fannirnar fara minnkandi, brakið í jöklunum liggur í loftinu og kyrrðin ærandi. Mest spennandi hluti leiðarinnar er svo að sjálfsögðu leiðin niður Bröttufönn. Þar sest maður á botninn og lætur sig gossa 150 metra leið niður snarbratta fönn, gaman saman. Ekki minnkar spennan þegar kemur að Heljarkambi þar sem að maður þarf að sveifla sér utan í klettavegnum til að ná yfir 40 metra breiða gjá, já hér er ekki staður fyrir kettlinga. Best að loka bara augunum og tromma dudududu dududu dudududu dudu duu duu duu (þema lagið úr Indiana Jones). Við tekur Morrinsheiði, slétt og fögur, kennd ef ég man rétt við útlending nokkurn, Morrins að nafni. Leiðin þaðan er fríð og skemmtileg, bein leið í Strákagil eftir hinum spennandi Kattarhryggjum þar sem betra er að skrika ekki fótur því annars er dauðinn VÍS.

Halelúja! Komin í Strákagil þar sem að Kuffélagsstjórinn tryggði sér öruggt þriðja sæti í göngunni með því að skeiða framúr Rósinni á síðustu sprettunum......þurfti nú svo sem ekki mikinn sprett til en þó aðeins þar sem að Rósin reyndi sem mest hún mátti að hafa af mér bronsið, án árangurs.

Annars mæli ég með því við alla að skella sér bara í Mörkina, hvort sem vera skal á bíl eða gönguskóm. Set hér mynd af Kuffélagsstjóranum að lokinni göngunni.

Kveðja
Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr
Grátur og gnístan tanna!

Melsteðs menn lutu í gras fyrir Kókóbombunni. 0-1. Markið skorað undir lok leiksins. Kaupfélagsstjórinn átti ekki góðan leik frekar en aðrir leikmenn liðsins. Svona getur heimurinn verið grimmur.

Kveðja
Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr

20040621

Hvur þremillinn!

Það er gott veður í Reykjavík! Þetta hélt ég bara að gæti ekki gerst. Hér hlýtur böggull að fylgja skammrifi. Reikna með syndaflóði í nótt.

Kaupfélagsstjórinn og fjölskylda eru mætt í bæinn aftur, sæl og sæt eftir helgardvöl í Þórsmörk! Þvílík paradís á jörð fyrirfinnst varla annarsstaðar nema auðvitað hið fagra Fljótsdalshérað.

Ég bendi áhugasömum um gönguleiðina yfir Fimmvörðuháls á þessar myndir hérna sem El Dorado tók á föstudaginn.

Annars er lítið að frétta, styttist þó óðum í SUF helgina, þar verður eflaust allt vitlaust og undirritaður mun eflaust eiga einhvern þátt í því. Reikna þó með að flestir komi sáttir út, þannig verður það að vera.

Bendi svo áhugamönnum um eðalknattspyrnu að leggja leið sína í Ásvelli og sjá þar stórleik Melsted og Kókóbombunnar í utandeildinni. Áfram Melsteð!

Kveðja
Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr

20040616

Stórfrétt!!

Kaupfélagið er að skríða í fjögurþúsundastastatsstastaat hittið!!!

Verðlaun verða veitt. Þau eru vegleg verðlaun að vanda, 10 bláar M&M og svo þessi stöðluðu. Hef reyndar bara einu sinni þurft að veita þau. Hélt að þetta væru eftirsótt verðlaun.

Kveðja
Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr
Það verður veður um helgina!

Gott meir að segja!

Sannleikurinn segir að veðrið verði dásamlegt:

"Um helgina er útlit fyrir hægviðri og víða bjart veður, en hætt við þoku við norður- og vesturströndina. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast til landsins. Kólnar eftir helgi með norðanátt og skúrum norðan- og austanlands."

Það er því jafn pottþétt og að himininn er blár að kaupfélagsfjölskyldan kemur sæl og útitekin úr ferðinni. Svo eru líka ferðafélagarnir ekki af lakara taginu, Skvísan og allt topp fólkið úr aðalstöðvum Sambandsins mætir á svæðið, þar má nefna Kalla Kaupfélagsins og frú Unni, Rósina og Dóra hennar, allt liðið úr baunatínsludeildinni og svo mætti lengi telja. Svo segir reyndar sagan að Ipsens ætli að mæta á flugvélinni en ef lendingarskilyrði verða slæm þá mun hann standa fyrir karamelluregni. Topp maður hann Ipsens.

Jæja, allir út í sólina!!

Kveðja
Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr

20040615

Laaannggtt síðan síðast!

Fátt markvert hefur reyndar gerst. Helst ber þó að nefna grátlegt tap Engilsaxa gegn Frankverjum. Bendi mönnum á að sú staðreynd að fyrrum leikmenn liverpool hafi átt þátt í nokkrum glutruðum boltum í þessum leik þá ber Bekkhamurinn alla sök í málinu. Hann átii auðvitað að skora úr þessu víti! Reyndar er hægt að kenna Alex nokkrum Ferguson um þetta því að Barthez er svo óskaplega í mun um að sanna sig fyrir þeim ensku eftir að hann var sendur með götóttum árabát aftur yfir Ermasundið. Geri það bara, skelli skuldinni á Ferguson.

Fleira markvert má nú nefna en þar ber ofarlega á Baugi væntanleg ferð í Þórsmörk með vinnufélögunum í VÍS. Kaupfélagsstjórinn ætlar að þrammsa yfir Fimmvörðuháls en Skvísan og Litla skvísan ætla að taka rútuna.

Mikið fjör mun verða' í Mörk,
meir en það er víst.

hmmmmm.... jájá, óskað er eftir seinnipörtum.

P.s. óskað er eftir góðu veðri um helgina.

Kveðja
Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr

20040611

Fílíngurinn

Það er gott að vera sigurvegari. Upplifði það í fyrsta sinn á þessu tímabili í gærkvöldi þegar við félagarnir í Melsteð tókum af nokkru öryggi lið Henson/Almenna í bakaríið 4 - 1. Kaupfélagsstjórinn átti sinn besta leik á tímabilinu og lagði upp eitt mark af mikilli hörku og einstakri útsjónarsemi. Veit reyndar ekki alveg hvernig það var því að ég lá í gervi sverðinum þegar skot strækersins reið af en var þó kominn á lappir þegar markvörðurinn ekki svo knái náði ekki til knattarins og MARK. Gaman að því.
Melsteðsmenn eru því komnir í 32 liða úrslit í utandeildarbikarnum, gaman að því.

Verð að votta meistara Ray Charles sem gekk, eflaust syngjandi, yfir móðuna miklu í gær virðingu mína. Hvíl í friði.

Kveðja
Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr

20040609

Hegðunarvandamál!

Nú er hann Davíð kallinn farinn yfir um. Ég átta mig ekki á því hvað það er sem amar að honum, ég sé allavega ekki Tony Blair eða aðra forsætisráðherra hinna vestrænu ríkja láta útúr sér annað eins. Mig grunar að valdatíðin sé orðin helst til löng og farin að hafa áhrif á geðheilsuna. Ég er hinsvegar ekki sálfræðimenntaður svo ég ætla nú ekki að fullyrða um slíkt.

Það sem ég botna ekki í er það hvers vegna Halldór setur ekki hnefann í borðið og segir hingað og ekki lengra! Ég hefði haldið það að þessar vangaveltur/hótanir um alls kyns þröskulda og vitleysur fari fyrir brjóstið á honum því að til þessa hef ég talið hann vera réttsýnann mann. Já ég treysti því Halldór að nú segir þú stopp, nú fylgjum við stjórnarskránni og stjórnsýslulegum venjum þannig að einfaldur meirihluti ræður og engar hálfvitalegar takmarkanir. Ég reyndar efast ekkert um það að 50% þjóðarinnar mæti á kjörstað.

Ég hef heyrt allskyns hugmyndir um mismunandi leiðir, leiðir til þrenginga á lýðræðinu. Ein af þeim er sú undarlega hugmynd að 50% atkvæðabærra manna í landinu þurfi til að fella lögin úr gildi. Segjum nú svo að 60% þjóðarinnar mæti á kjörstað, það myndi þá þíða að það þyrftu 83,4% atkvæða til að fella lögin. Bull og vitleysa segi ég. Ef fólk kýs að mæta ekki þá þýðir það bara að þeim sé slétt sama. Það á ekki að setja aulalegar þvingur. Hvað ef við tækjum upp sömu reglur í þingkosningum, hvernig myndi það virka. Segjum að það mæti 90% atkvæðabærra manna og kvenna, þeir flokkar sem myndi ríkisstjórn fái 33 þingmenn og hinir 30. Það myndi þá þíða að ríkisstjórnin sæti með stuðningi einungis 49,5% þjóðarinnar. Obbosí. Er þá ríkisstjórnin ekki að vinna í umboði þjóðarinnar?

Auðvitað á að hafa kosningarnar án þröskulda, eins og ég sagði áðan þá ræður meirihluti þeirra sem ákveður að mæta á kjörstað. Þannig hefur það verið, þannig á það að vera. Og hvað með það þó að R listinn hafi sett einhverja þröskulda í sínar samþykktir!

Kveðja
Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr
It's Iceland... or the Philippines... or Hastings... or... or this place!

Þessi textalína kemur úr stórgóðu lagi One Night in Bangkok með hinni vel þekktu hljómsveit Murray Head. Spurningin er þessi hverjir sömdu lagið og fyrir hvað eru þeir miklu frægari?

Talandi um Bangkok þá eru núna nánast upp á dag tvö ár síðan Kaupfélagsstjórinn kom einmitt frá þeirri borg. Mæli með henni og Thailandi fyrir hvern sem er. Nema kannski fjölskyldur með börn.

Kveðja
Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr

20040608

Ég verð bara að setja þessa mynd hérna. Vegleg verðlaun eru í boði fyrir rétt svar við þessari spurningu.

Hver er þessi myndarlegi maður?



Svör óskast sem komment.

Kveðja
Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr

20040607

Valdhroki!?

Ég er hérna með svar sem á við þrjár komandi spurningar. Svarið er "seint, eða aldrei".

Hvenær ætla hinir háu herrar á Alþingi að hætta að níðast á þjóðinni? Hvenær ætla þeir að átta sig á því að þeir eru á þingi fyrir tilstuðlan fólksins í landinu? Hvenær ætla þeir að hætta að níða skóinn af embætti og persónu forseta Íslands?

Nú talar sá sem veit ekki betur, ég held og fullyrði næstum að það þurfi hvorki aukinn meirihluta eða skilyrta lágmarksþátttöku í forseta og alþingiskosningum, slíkar kosningar eru að sjálfsögðu mun mikilvægari og afdrifaríkari en kosning meðal þjóðarinnar varðandi fjölmiðlafrumvarp. Því skil ég ekki með nokkru lifandis móti, hversvegna í ósköpunum gosarnir, Björn, Guðni, Siggi Kári og fleiri, þurfa að halda áfram að níða niður lýðræðið í landinu. Hvað með það þó að r-listinn hafi ákveðið að láta aukinn meirihluta ráða í ruglkosningunum um flugvöllinn. Sú atkvæðagreiðsla skipti hvort eð er aldrei nokkru einasta máli.

Hef því miður ekki tíma í meira.

Kveðja
Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr

20040603

Daginn

Til að létta okkur lundina enn frekar er hér random mynd dagsins.



Kveðja
Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr
"Leesten very carefully. I shell say this only wance."

Ég varð fyrir áfalli núna rétt áðan. Náinn samstarfsaðili og vinur sagði mér að sér hefðu þótt þættirnir Allo Allo ótrúlega leiðinlegir, næstum jafn leiðinlegir og hinir sannarlega ömurlegu Já, ráðherra.

Því hef ég ákveðið að setja upp skoðanakönnun til að kanna þetta mál.













Hvernig fannst þér Allo allo?
Stórfenglegir
Frábærir
Hrikalega góðir
Svona milli
Ekki jafn lélegir og Já, ráðherra
Hvað er Allo allo?
Hvað er Já, ráðherra?
Miklu verri en Já, ráðherra


  

Free polls from Pollhost.com

Fyrir þá sem ekki muna eftir þeim félögunum úr Allo allo þá ættu þessar myndir af rifja upp gamlar góðar stundir -->

Já, og hver man ekki eftir henni Helgu, vergjörnu þýsku hnátunni:

Herr Flick: And now we go home.
Helga (hopefully): Your place or mine?
Herr Flick: You vill go to your place and I vill go to mine.


Kveðja
Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr

20040602



Ólafur Ragnar Grímsson,

ég tek hattinn ofan fyrir þér.

Kveðja
Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr
Ungliða samtök stjórnmálaflokka

Ég hef verið að velta fyrir mér hver sé tilgangur ungliðahreyfinga og hvernig þau ættu að haga sér.

Að mínu mati á tilgangur slíkra hreyfinga að vera sá að ala upp framtíðar leiðtoga þjóðarinnar. Það á að gera með margvíslegum hætti, þær leiðir sem helst eru færar eru auðvitað þátttaka í ungliðastarfinu, þá t.d. með stjórnarsetu, nefndavinnu og fleira þessháttar. Aðrar leiðir sem reyndar virka þá frekar til þess að auka áhuga þeirra sem staðið hafa fyrir utan starfið eru t.d. stjórnmálaskólar þar sem þekktari aðilar innan flokksins og jafnvel fleiri s.s. fjölmiðlamenn miðla af reynslu sinni og kenna þeim yngri hvernig skal haga sér og hver séu réttu tökin.
Tilgangur ungliðahreyfinga á svo að sjálfsögðu einnig að vera sá að halda baráttumálum ungs fólks að þeim sem eldri eru og passa uppá að ekki sé horft framhjá framtíð landsins, unga fólkinu. Tækin sem hreyfingarnar hafa eru tvennskonar, annarsvegar ályktanir og hinsvegar starf formanns hreyfingarinnar innan þingflokksfunda flokkanna.
Að lokum verður ávallt að gæta þess að flokksmaskínan sé ekki með puttana í starfsemi ungliðahreyfinganna með því t.d. að hafa áhrif á það hverjir setjist í valdastólana og að sama skapi eru óeðlileg áhrif á ályktanasmíð hið mesta eitur í bein þessara hreyfinga.
Kannski lifi ég í einhverri útópíu eða þá dreymi blauta draum um slíkt en ég trúi því að hag flokkanna sé best borgið með sem minnstum afskiptum af ungliðahreyfingum. Það hefur sýnt sig áður að slík afskipti eru engum til góðs, hvorki þeim sem hjálpað er til valda né þá þeim flokkum sem gert hafa slíkt, veit ég þess all mörg dæmi.

Kveðja
Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr

20040601

Alvarlegt mál!

Já þetta er háalvarlegt. Hér hefur átt sér stað bloggfall. Karl Ágúst haltu þig á mottunni!

Ástæðan er stórgóð ferð vestur á Ísafjörð, sól, golf, golf, golf og sól. Já og að sjálfsögðu Arndís komin heim.

Kveðja
Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr