Metrósekjúal
"metrosexual (met.roh.SEK.shoo.ul) n. An urban male with a strong aesthetic sense who spends a great deal of time and money on his appearance and lifestyle.
?metrosexuality n."
Samkvæmt snöggri þýðingu er þetta einhvernveginn svona:
"Karlmaður í þéttbýli með sterkt fegurðarskyn sem ver talsverðum tíma og peningum í eigið útlit og lífstíl"
Kaupfélagsstjórinn hefur verið ásakaður æ oftar undanfarið ár um það að vera einmitt þetta, metróseksjúal. Ég vil meina að vegna aukins hraða samfélagsins og aukinna krafa hins fegurra kyns um það einmitt að við karlmennirnir séu svona svolítið sætari og fínni í tauinu séum við ósjálfrátt farnir að feta inná brautir sem áður þóttu ekki sönnum karlmanni sæmandi og við kannski þorðum ekki inná þar sem að slíkt hefði án efa verið gullin leið til að fá á sig samkynhneigðann stimpil. Það er tvennt sem ég hef til málanna að leggja í þessu.
Númer eitt er það að ég hef einmitt alveg hreint ótrúlega oft einmitt verið talinn samkynhneigður og hef oftar en einu sinni "komist á séns" með aðila af karlmennskukyninu. Þar af leiðir að ég tel sjálfan mig vera einn af boðberum og frumkvöðlum metrósekjúalisma á Íslandi, ekki leiðinlegur titill það í CVið.
Númer tvö er að það er engin spurning hvers vegna við karlmennskurnar uppmálaðar erum einmitt að verða það, uppmálaðar. Konurnar reka okkur til þess, við erum að verða þrælar kvenna, ég geri mér grein fyrir því að þetta er sárt og stórt að kyngja en svona er þetta. Þær segja stökktu og við segjum hversu hátt, þær segja, ég var að kaupa fyrir þig steinefnamaska, berðu hann í andlitið á þig, og við segjum, ok, hvað á ég að hafa hann lengi á.
Strákar, er ekki kominn tími til að segja nei. Tökum upp skóflurnar, hamrana og forstjórastólana og tökum á. Tökum aftur völdin, látum húðina hrukkast og bumburnar belgjast, skellum okkur í skítuga netabolina og söfnum skeggi. Koma svo!
P.s. ég mæli sérstaklega með rakakreminu frá
Lancome.
Kveðja
Snæþór