KAUPFÉLAGIÐ...........
Viðskiptamenn

- Sú heittelskaða
- Heimaslóðir
- Skotta
- Kobbi græni
- Kiddi Trommbomm
- Surturinn
- Hin fimm fræknu
- Eddarnir
- Upp til Heiðars
- Bombalombalom
- Gummi Markaður
- Sannleikurinn?
- Vinnan
- Slappur
- SUF


Sendu mér mail!

[Í kaupfélaginu kennir ýmissa grasa, ég sá sem rita undir allar greinarnar er stjóri hér og þær skoðanir sem koma fram eru yfirleitt mínar. Ef þér finnst ekkert spennandi í hillum kaupfélagsins, þá ert þú, kæri, kæra. Á rangri hillu í lífinu, allavega þó á rangri síðu.]

Myndir

- Glamúr shots
- Arndís árið
- Landslagið
- Eurovison um árið
- SUF á Álandi
- Mörkin 2004
- Esjan með Valla
- Hvannadalshnjúkur!!
- Mörkin 2006


Hér er ýmislegt að finna, bæði gott og vont, njótið!

20040929

Veit einhver

hvað þetta er..:

47. gr. Sérhver nýr þingmaður skal vinna drengskaparheit að stjórnarskránni, þegar er kosning hans hefur verið tekin gild.
48. gr. Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum.

..ef svo er vilja þá þeir hinir sömu vinsamlegast benda þingflokki framsóknarflokksins á það.

Kveðja
Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr

20040927

Metrósekjúal

"metrosexual (met.roh.SEK.shoo.ul) n. An urban male with a strong aesthetic sense who spends a great deal of time and money on his appearance and lifestyle.
?metrosexuality n."


Samkvæmt snöggri þýðingu er þetta einhvernveginn svona:

"Karlmaður í þéttbýli með sterkt fegurðarskyn sem ver talsverðum tíma og peningum í eigið útlit og lífstíl"

Kaupfélagsstjórinn hefur verið ásakaður æ oftar undanfarið ár um það að vera einmitt þetta, metróseksjúal. Ég vil meina að vegna aukins hraða samfélagsins og aukinna krafa hins fegurra kyns um það einmitt að við karlmennirnir séu svona svolítið sætari og fínni í tauinu séum við ósjálfrátt farnir að feta inná brautir sem áður þóttu ekki sönnum karlmanni sæmandi og við kannski þorðum ekki inná þar sem að slíkt hefði án efa verið gullin leið til að fá á sig samkynhneigðann stimpil. Það er tvennt sem ég hef til málanna að leggja í þessu. Númer eitt er það að ég hef einmitt alveg hreint ótrúlega oft einmitt verið talinn samkynhneigður og hef oftar en einu sinni "komist á séns" með aðila af karlmennskukyninu. Þar af leiðir að ég tel sjálfan mig vera einn af boðberum og frumkvöðlum metrósekjúalisma á Íslandi, ekki leiðinlegur titill það í CVið. Númer tvö er að það er engin spurning hvers vegna við karlmennskurnar uppmálaðar erum einmitt að verða það, uppmálaðar. Konurnar reka okkur til þess, við erum að verða þrælar kvenna, ég geri mér grein fyrir því að þetta er sárt og stórt að kyngja en svona er þetta. Þær segja stökktu og við segjum hversu hátt, þær segja, ég var að kaupa fyrir þig steinefnamaska, berðu hann í andlitið á þig, og við segjum, ok, hvað á ég að hafa hann lengi á.

Strákar, er ekki kominn tími til að segja nei. Tökum upp skóflurnar, hamrana og forstjórastólana og tökum á. Tökum aftur völdin, látum húðina hrukkast og bumburnar belgjast, skellum okkur í skítuga netabolina og söfnum skeggi. Koma svo!

P.s. ég mæli sérstaklega með rakakreminu frá Lancome.

Kveðja
Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr

20040922

Njósnari hennar hátignar

Nú hafa menn velt því fyrir sér í nokkur ár hver það verði sem taki við hlutverki James Bond af Pierce Brosnan. Ég er allavega einn af þeim. Ég verð þó að segja að það er ekkert spaug að taka við af Brosnan, hann hefur staðið sig mjög vel. Reyndar verð ég að segja að söguþráður síðustu tveggja mynda hefur ekki verið neitt sérstakur og á stundum hef ég þurft að slökkva algjörlega á allri rökhugsun við áhorf á myndirnar. En allavega, ég er búinn að finna næsta Bond, hann er fyndinn og mjög flottur, mér finnst það allavega, hann hefur rétta framburðinn verandi frá Ástralíu, já, verð bara að segja það, perfect. Maðurinn, eins og þið voruð eflaust öll búin að giska á, er Hugh Jackman.



Hugh hefur leikið í nokkrum hasarmyndum eins og t.d. x-men 1 og 2 og svo Van Helsing.

Þá getið þið hætt að velta þessu fyrir ykkur. Áfram Hugh!

Kveðja
Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr
GETRAUN GETRAUN

Vegleg verðlaun eru fyrir þá sem geta giskað á rétt svar.

Logo hvaða félags er þetta.



Já, og á hvað minnir þetta logo ykkur.

Kveðja
Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr

20040921

Á vængjum morgunroðans

Góðir tímar halda áfram, vikan stefnir í að vera með þeim betri hér í kaupfélaginu, vörurnar halda áfram að hellast inn, greinilegt að nú á að taka haustið með trompi.

Já, þetta var góður dagur. Verkefnin í vinnunni unnust vel í dag og það minnkaði verulega í bunkanum. Einnig voru vinnufélagarnir í stuði þrátt fyrir að einn vinnufélagi hafi vinsamlegast beðið mig um að klára verkefni fyrir sig ekki síðar en í fyrramálið þar sem hann átti von á að æfi mín yrði ekkert mikið lengri, við skulum vona að hann verði ekki forspár.

Þetta blessaða verkfall er ennþá í gangi og ekki von á breytingum á því fyrr en í fyrsta lagi um helgina.

Ég hef í gleði minni tekið saman lista af lögum fyrir ýmis tækifæri. Þetta eru allt lög sem kaupfélagsstjórinn er stoltur af að kynna sem lögin sín.

Ef þú ert í stuði --> jájá, ég veit en þetta er samt stuð.

Ef þú ert í "þannig" stuði --> gerist ekki mikið meira sexy.

Ef þú vilt bara chilla en samt vera þokkalega töff --> þetta er stærsta snilldin.

Ef þú ert dapur --> veit ekki af hverju en þetta lag kemur mér í gott skap.

Ef þig vantar að rifja upp gamlar góðar minningar --> virkar fyrir mig.

Þá er bara að njóta!

Ég verð svo bara að bæta þessu við --> uffameg.

Kveðja
Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr
Með vængi úr silfri.

Þá er Kaupfélagið að komast á rétt ról. Stjórinn er mættur frá útlandinu með nýjar hugmyndir og ekki síst nýja sýn á lífið og tilveruna. Talsverð vandræði hafa verið í rekstri kaupfélagsins en það hefur meðal annars sést á því að mikil vöruvöntun hefur verið í hillunum. Nú skulu vera breyttir tímar.
Það er annars merkilegt hvað nýtt umhverfi getur gefið manni mikið í endurskipulagningu hugans, dæmi um það eru listamenn og þeirra þörf fyrir að fara úr landi nú eða út á land til að tengjast listagyðjunni, Halldór Laxness er þar auðvitað eitt besta dæmið. En nóg um það.

Norðmenn eru hinir vænstu menn, léttir á brún og kunna að skemmta sér og öðrum. Það sem hinsvegar fer í mínar fínustu varðandi þessa þjóð er þessi sérkennilega níska sem þeir hafa yfir að búa. Ég er alls ekki að segja að þeir séu nirflar eða neitt í þá áttina. Það sem styrkir mig í þessari trú er t.d. þetta, norðmenn eiga olíu og þeir safna bróðurpartinum af olíugróðanum (allt að 90% af heildartekjum olíuiðnaðarins) í digra sjóði, sjóðurinn er nú um stundir u.þ.b. 1000 milljarðar norskra króna....já, sem gerir u.þ.b. 10.000 milljarða íslenskra króna! Það er slatti af bland í poka. Nú, þetta er svo sem ekki slæmt EN! á meðan þeir safna í þessa sjóði sem enginn má snerta þá láta þeir framkvæmdir t.d. á opinberum byggingum sitja á hakanum. Sem dæmi fór ég í ríkislistasafnið í Osló og skoðaði þar mörg falleg verk, húsið er fallegt að utan og andyrið að sama skapi en þegar í salina er komið tekur annað við. Lýsingin er svipuð og í sláturhúsi kaupfélags hrútfirðinga. Gólfefnið er yfirleitt korkflísar, máðar og ljótar og á veggjum er upplitaður strigi. Svona gerir maður bara ekki.

Yfir í eitthvað allt annað.

Kennarar eru í verkfalli, það hefur ekki farið fram hjá neinum. Ég hef fullan skilning á kröfu kennara um betri laun, ég hinsvegar botna ekki alveg í því hvers vegna þeir eigi að fá meiri hækkun en allir aðrir, þar að auki skil ég ekkert í því hvernig í fjandanum þeim dettur í hug að argast út í fyrirtæki landsins sem bjóða starfsmönnum sínum uppá að passa börnin þeirra. Ef kennarar halda því fram að verkfall þeirra eigi að beinast gegn foreldrum, nú eða vinnuveitendum, þá eru þeir á rangri hillu í lífinu. Annars nenni ég ekki að pirra mig á þessu.

Frábær leið til að slaka á og gleyma olíugróða norðmanna, smellið ---> hér.

Kveðja
Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr

20040916

Heja Norge.

Kaupfélagsstjórinn er á leið á vit ævintýranna í Norge. Haldið verður úr höfn á knerri einum miklum og glæsilegum ekki síðar en 07:35 í fyrramálið. Erindið er að útvíkka stefnu kaupfélagsins og að reyna að stækka markaðssvæðið. Efa lítið mun það ganga ljómandi upp. Ef einhver vill að ég skili kveðju til þeirra Haralds, Hákons og Mettu Marit þá er bara að senda smáskilaboð.




Fyrir þá sem ekki hafa tekið eftir því að þá er græna byltingin hafin, já heyr heyr og lifi lýðveldið Ísland.

Kveðja
Halld..

sorry

Snæþór

P.s. mæli með því að allir kíki á síðuna hjá skvísunni, ótrúlega flott mynd af Hornbjargi.
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr

20040913

Steinhissa!

Nei, ég get ekki frekar en aðrir reikna ég með útskýrt síðasta póstinn hérna á Kaupfélaginu. Ef einhver hefur skýringu á þessum afar súra pósti þá er velkomið að smella henni inn á kommentin.

Annars virðist vera talsverð lægð yfir trygginga bloggurum landsins þessa dagana. Skvísan virðist þó vera heldur duglegri heldur en hún á að sér að vera, hún er reyndar ekki tryggingabloggari heldur tengist inn í hinn vilta heim tryggingafólks fjölskylduböndum. Rósin og Ipsens mega bæði muna fífil sinn fegurri og það verður víst að segjast að Kaupfélagið hefur ekki verið að blómstra að undanförnu. Nú veit ég ekki almennilega hvað það er sem veldur en það gæti þó hugsast að ástæðan sé vöntun á viltum dýrum á Íslandi ;-). Taka verður þó fram að þó að Rósin sé ekki svo dugleg við að tjá sig þessa dagana að þá lætur El Dorado ekki nokkurn bilbug á sér finna, er það vel.

Fátt er að frétta nema þó að Kaupfélagsstjórinn tók sig til og brýndi raustina á Karókí keppni tryggingafólks nú á föstudaginn. Það gekk svona ekki alveg hreint nægilega vel, náði allavega ekki sama árangri og á Eiðum hérna um árið þegar, þá reyndar aðeins, Kaupfélagsstjórasonurinn hirti 3ju verðlaun með slagaranum King of the road. Nei, í þetta skiptið var sætið númer 5 en slagarinn að þessu sinni var Desperado með Eagles. Held reyndar að ég hefði átt að ná betri árangri en hin liðin reyndu öll að slá ryki í augu dómaranna með allskyns gleðilátum og búningavitleysu og þar sem allir vita að Kaupfélagsstjórinn er afar lítillátur og til baka að þá reyndi kallinn að notast einungis við afbragðs þokka sinn og ómótstæðilegt brosið. Það bara virkaði ekki.

Nóg að sinni.

Kveðja
Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr
Fullorðinn íkorni.

Hvernig væri nú að við færum að bæta við dýraúrvalið okkar hérna á Íslandi. Það er eitt af því sem okkur vantar. Fleiri dýr. Ég sé t.d. fyrir mér að það myndi auka talsvert á spennuna af því að fara á jökul ef þar væru hjarðir af hungruðum ísbjörnum, hungraðir væru þeir því þar er ekkert æti nema villuráfandi ferðalangar. Nema auðvitað að við gætum startað nýju lífs hring þarna uppfrá. T.d. gætum við sett fisk í jökulsárlónið og mörgæsir á bakka lónsins, það ætti að halda lífinu í björnunum.

Næsta snilldarhugmynd væri t.d. að setja ljón og hlébarða í skóga landsins, mikið hrikalega væri gaman að fara í safari ferð um Hallormsstaðaskóg vitandi það að Simba og Nala gætu stokkið á þig hvenær sem er. Til að krydda það enn frekar væri auðvitað tilvalið að smella þá nokkrum antilópum og gnýjum, nú svona til þess að ljónin hefðu eitthvað annað að éta en ferðamenn.

Að lokum hef ég mikinn áhuga á gamalli hugmynd uppblásnu þingeyinganna, þ.e. að smella nokkrum krókódílum í tjarnir hér og þar um landið. Þetta myndi gera það að verkum að úrgangsvandamál þjóðarinnar myndi snarminnka og sömuleiðis væri þarna komin tilvalin leið til að losna við leiðindapúka. Ég get nefnt nokkra sem mér þætti vænt um að sjá enda í kjafti krókódíls.

Góðar stundir

Kveðja
Snæþór

p.s. svo langar mig í íkorna á Austurvöll, nei, ég er ekki að tala um Þorbjörn Aðalsteinsson.

snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr

20040906

Sorg

Á þeim þögum sem við lifum þurfum við að takast á við margs konar sorg. Oftast er sorgin þó ekki vegna fólks eða atburða sem eru okkur nákomnir heldur einhverra hörmunga sem við upplifum í gegnum fjölmiðla.

Ég hvet sem flesta til að hugsa til barnanna í Beslan á þessum sorgardögum.

Guð veri með þeim.

Kveðja
Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr
Kaupfélagsstjórinn er að gerast rithöfundur í hjáverkum. Hér fyrir neðan er fyrsti hluti fyrsta kafla, fyrstu skáldsögu hans.


?Drungalegt um að litast í dag Haukur?, ?Já, það gerir grauturinn í hádeginu, ég hef reynt að benda þér á að það í núna 8 ár að þú átt ekki að éta þetta helvíti, þú fyllist alltaf af kellingarausi og kommúnisma þegar þú treður þessu í þig?, ?jú, kannski, mér finnst samt drungalegt um að litast, skil bara ekki hvað það kemur grautnum við?
Jón er um miðjann aldur, grár og gugginn, búinn að vinna alltof lengi hjá stofnuninni, átti framtíðina fyrir sér fyrir margt löngu en verður að flokkast í hóp með þeim sem áttu séns, sáu það ekki og glötuðu honum. Haukur hins vegar er bjartur maður og fagur, það allavega segir móðir hans. Ný skriðinn úr langskólanámi og sér fram á glæsta framtíð innan stofnunarinnar.

Kveðja
Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr
Landsíminn!

Ég er gáttaður á kaupum Landsímans á 26,2% hlut í Skjá 1(einum) og útsendingarrétti á enska boltanum. Hvað er verið að verja mínum peningum og þínum og þínum og þínum í að kaupa upp svona nokkuð frá frjálsum aðilum? Kenning mín er sáraeinföld, á fullkomnlega við rök að styðjast og er að mínu mati rétt mat á aðstæðum.
Skjár 1 og Landsíminn voru búinn að ákveða þessi kaup mjög snemma í sumar, sennilega um miðjann maí! Hvað þýðir það? Jú! Skjár 1 var aldrei að bjóða í enska boltann, þ.e.a.s. þeir ætluðu aldrei að verða einhver íþróttarás. Skjár 1 var einfaldlega milliliður í kaupum Símans Breiðbands á þessum rétti. Hvað þýðir það? Jú! Ríkið var enn og aftur að reyna að reka nagla í höfuð Norðurljósa. Enski boltinn er besta/verðmætasta sjónvarpsefni sem völ er á á Íslandi og þó víðar væri leitað og því lang verðmætasta "eign" Norðurljósa.

Málið er ljóst, íhaldið innan stjórnar Símans fékk sín fyrirmæli, þeir hlýddu og fá skömm í hattinn frá Kaupfélaginu.
Mínir menn fá hinsvegar klapp á bakið fyrir að vera á móti þessari vitleysu.

Kveðja
Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr
Sekur!

Já ég er sekur að því að láta hillurnar í kaupfélaginu standa auðar dag eftir dag. Svona gengur auðvitað ekki til lengdar þ.e. ef félagið á að halda áfram að dafna og vaxa, hugmyndin er auðvitað slík og því óverjandi að láta grípa sig svona í bólinu.
Afsakanir eru og verða víst alltaf afsakanir og það er hverjum frjálst að taka þær eins og þeim hinum sama sýnist. Mín helsta afsökun er sú að það er búið að vera skuggalega mikið að gera að undanförnu, vinna, heimili, fótbolti, golf o.s.frv. En nú verður tekið á því og lofar innkaupastjóri félagsins að nú séu liðnir þeir dagar þar sem íbúarnir í plássinu þurfa að snúa heim sneiptir og snauðir, líkt og í sann framsóknarlegu ríki lofa ég því að hillurnar muni svigna af krásum og vel ígrunduðum gróusögum.

Kveðja
Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr