Kvöldið,
Hvert ætli þjóðfélagið okkar sé að stefna þessa dagana. Kíkjum aðeins á nokkrar staðreyndir, eða allavega staðreyndir sem ég held að séu slíkar:
1. Sykurneysla er á ofurhraðferð upp á við.
2. Hjónaskilnaðir eru stöðugt að aukast.
3. Rússneski sjóherinn er að æfa við Íslandsstrendur.
4. Íslenska landsliðið í fótbolta er hætt að geta nokkurn skapaðann hlut!
5. Framsóknarflokkurinn er við stjórnvölinn í ríkisstjórninni. (sem er mjög gott)
6. Ostur er góður gegn beinkölkun.
7. Skuldir íslenskra heimila eru hæstar allra í heiminum.
8. Á áfengi eru lagðir ofurtollar.
9. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,76% í síðasta mánuði.
10. Ég þarf nauðsynlega að fara í klippingu.
Já, útlitið er svart. Það er fátt sem við getum gert til að koma í veg fyrir að við stefnum í hreina glötun. Undarlegast þykir mér þó þetta með punkt númer 3. Er málið semsagt það að hver sem er geti ákveðið að nú ætli þeir að halda heræfingu innan lögsögu þjóðar? Geta rússarnir virkilega siglt stórhættulegum ryðhrúgum sínum hingað allt að 12 mílunum og farið í byssuleik? Er þetta ekkert grín?
Ég vonast innilega til þess að punktur fjögur verði dreginn til baka á morgun þegar við íslendingar rúllum yfir Zlatan og Henke, mikið fjandi væri það nú gaman, ég held bara að ég muni reikna með því.
Punktur níu er verulega áhyggjuhvetjandi. 0,76% hækkun á einum mánuði jafngildir 9,12% verðbólgu á ársgrundvelli. Skelfileg tíðindi en við skulum vona að þetta lagist nú, mér þætti annars vænt um að ríkisvaldið myndi grípa inn í þetta og lækka eldsneytisgjöld, það er það eina rétta í stöðunni, nú auðvitað eða að lauma slöngu yfir til Noregs og nappa smá af þeim, nei bara svona að launa þeim lambið gráa eftir að þeir hafa gengið endalasut yfir okkur í fiskveiðimálum. Hver man ekki eftir Hágangi II sundurskotunum eftir norskt orustuskip. Það væri bara fair.
Annars held ég að punktur níu komi í veg fyrir að lausn verði fundin á punkti 10 í bráð. Hvernig væri annars að safna bara í svona klippingu eins og allt 17 gengið er með?
E.S. Myndin hér til vinstri er valin með það að markmiði að höfða bæði til karla og kvenna.
Kveðja
Snæþór