Þú spyrð mig hvar er geimsteinninn í augum þínum ljúfan?
Svitinn perlar á brjóstum þínum, þú bítur í hnúann,
þú flýgur á brott með syndum mínum...
Þetta er upphafið á einhverju steiktasta lagi Bubba, svartur Afgan. Þegar maður les textann þá þarf hausinn að vera skýr því að nánast hver einasta settning er myndlíking. Ég velti fyrir hvað ætli hafi vakað fyrir honum með þessum texta, það er ekki hægt að kalla þetta lag ástarlag, því að sumt í textanum er neikvætt fyrir stúlkuna, eða, gæti kannski hugsast að það sé bara engin stúlka, að hann sé í móki/vímu af þeim svarta og sjái fyrir sér stúlkuna sína. Reyndar kemur þetta svo allt saman í ljós í lokin með síðasta versinu:
Þegar ég bankaði á dyrnar opnaði vofan þín.
Hún sagði þú varst bara draumur, ég hef aðeins séð þig í sýn.
Ó, ég elska þig, ég vil ekki vakna,
svartur Afgan, drauma minna ég sakna.
Að mínu viti er ekki nokkur leið að skilgreina lagið frekar en svona, þunglyndis popp af bestu gerð. Takk allavega Bubbi minn, stóðst þig vel.
IDOL!!
Idolið var í gær, landinn gleymdi Nönnu og fyrir vikið datt hún í það í gærkvöldi. Gengur betur næst. Ég verð að segja að sumir þarna í gær stóðu sig með mikilli prýði og þó að ég segi sjálfur frá þá fannst mér frammistaða Möggu Láru flottust. Hún tók lagið hans Jónsa, Þrá, og gerði það hrikalega vel. Ég fékk svona nettann Evanescence fíling þegar hún tók háu nóturnar. Hún virðist líka vera að vinna í appearanceinu sem er gott mál. Hún er bara langbesti söngvarinn þarna, ég ætla ekki að halda því fram að hún vinni þetta en hún á feitann séns.
GETRAUNIN!!
Sigurvegari getraunarinna verður ekki kynntur fyrr en á mánudaginn þar sem virðist sem eitthvað sé að tölvupóstkerfi VÍS.
KOMA SVO!!
Núna eftir tæpann klukkutíma..JÁ TÆPANN!! Mun FERNANDO ganga út á Anfield í fullum skrúða í fyrsta sinn. Mikið hrikalega verður það gaman!!
WHEN YOU WALK, THROUGH A STORM....................
Kveðja
Snæþór