KAUPFÉLAGIÐ...........
Viðskiptamenn

- Sú heittelskaða
- Heimaslóðir
- Skotta
- Kobbi græni
- Kiddi Trommbomm
- Surturinn
- Hin fimm fræknu
- Eddarnir
- Upp til Heiðars
- Bombalombalom
- Gummi Markaður
- Sannleikurinn?
- Vinnan
- Slappur
- SUF


Sendu mér mail!

[Í kaupfélaginu kennir ýmissa grasa, ég sá sem rita undir allar greinarnar er stjóri hér og þær skoðanir sem koma fram eru yfirleitt mínar. Ef þér finnst ekkert spennandi í hillum kaupfélagsins, þá ert þú, kæri, kæra. Á rangri hillu í lífinu, allavega þó á rangri síðu.]

Myndir

- Glamúr shots
- Arndís árið
- Landslagið
- Eurovison um árið
- SUF á Álandi
- Mörkin 2004
- Esjan með Valla
- Hvannadalshnjúkur!!
- Mörkin 2006


Hér er ýmislegt að finna, bæði gott og vont, njótið!

20051228

Góðan daginn

Já það er góður dagur í dag, Kaupfélagsstjórinn er 29 ára í dag. 29 góð ár að baki og 71 gott ár framundan. Jibbíjei.

Kveðja
Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr

20051227

Góðan daginn

Það er stutt í stórfréttir í Kaupfélaginu.

20.000 viðskiptavinurinn er á næsta leiti og það er ekkert smá!!

Verðlaun fyrir screenshott af því hitti eru ekki af verri endanum. 2 jólabjórar ef um karlmann er að ræða og 2 innilegir kossar ef um konu er að ræða...nema ekki ef það er mamma, systir mín, einhver frænkan, amma, arndís eða Sigrún fyrrverandi.

ok.

Kveðja
Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr

20051224

Góðan daginn

Kæru vinir, ættingjar, vinnufélagar. Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og stórkostlegs nýs árs. Árið 2005 hefur verið ansi viðburðaríkt á Kaupfélagsheimilinu, miklar breytingar, búinu skipt, tvisvar flutt, vinnan í fullum swing og köttur sem þóttist vera læða en reyndist högni komin í búið. Ástin fannst og jafnvel glataðist aftur, veðurfar var með mildara móti og lömbin, já lömbin... þau sungu.

Hvað um það, það eru að koma/komin jól þegar þið lesið þetta. Lifið heil.

Hér taka svo við persónulegar kveðjur.

Arndís og Sigrún
Takk fyrr allt á árinu, þú ert besta mögulega dóttir sem ég gæti hugsað mér, yndisleg stúlka, full af lífsgleði og kátínu. Sigrún, þú ert dásamleg kona og frábær vinur, gæti ekki ímyndað mér betri fyrrverandi kærustu.

Elítan (Kalli, Unnur, Anna Rós, Dóri)
Við erum búin að skemmta okkur stórkostlega á árinu, syngja, dansa, keppa, nánast drepa Kalla (hefði þó fallið fyrir eigin hendi) já og borða fullt af mat. Árið 2006 verður eflaust enn betra og skemmtilegra. Hef heyrt því fleygt að Karl ætli að bjóða í fiskiveislu á nýju ári. ÁFRAM ELÍTAN!!

Fjölskyldan (Mamma, Ragnar, Fjóla, Heimir og strákarnir)
Allt á uppleið sýnist mér, búðin farin að dafna, strákarnir þroskast og verða mannalegri með hverjum deginum, Lóulandið orðið að veruleika og þið gömlu búin að koma ykkur vel fyrir. Ég þakka ykkur svo innilega fyrir allt sem þið hafið gert fyrir mig á árinu. Ástarkveðjur.

Pabbi gamli
Búið að vera athyglisvert ár hjá okkur gamli. Arsenal á niðurleið og þú á uppleið. hahaha. Hafðu það svo ljómandi gott!

HR-ingarnir (Axel, Thelma, Shiran, Hafdís)
Frábært brúðkaup, góðar stundir, gott viský, skemmtilegir hádegisverðir, þið eruð best. Já og Axel, ég vil fá þessar tölur! já og góðar fréttir á milli jóla og nýárs. Hvernig væri annars að við færum að klára skipulagið með "fótbolta" ferðina til Amsterdam....ég meina London. Sjáumst sem oftast!

Fjölskyldan fjær (Gilsungar I og Gilsungar II, Möðrudælingar, Norsarar og þið öll hin.)
Ekkert varð að austur ferð hjá Kaupfélagsstjóranum og þó að Noregsferðin hafi verið farin þá skilaði hún mér þó ekki heim að dyrum hjá ykkur, er reyndar sannfærður um að maturinn hefði verið betri heldur en óbjóðurinn sem framsóknarmiðjumannanorðmennirnir buðu mér uppá. Mun standa mig betur í því að kíkja bæði austur á land og austur yfir atlantshafið á komandi ári. Stefni reyndar á brúðkaup bróður "litla" núna á milli jóla og nýárs. Góðar gleði stundir kæru ættingjar.

Miðjumenn (Siggi Eyþórs, Jakob, Kolla, Ella, Einar Skúla, Hákon sama Skúla og þið öll hin)
Nú fer allt að verða vitlaust, "rólegu" ári að ljúka og kominn tími á kosningar. Stefnum auðvitað á hreinan meirihluta á sem flestum vígstöðvum. Lifið heil og ávallt með kver eftir Hriflu Jónas á náttborðinu. Siggi, svo stefnum við á Stones í sumar og ef það klikkar þá reikna ég fastlega með Slade. Veriði svo margblessuð.

Vinir (Hannes, Höddi, Rabbi, Eiðafólk, Ari francais og fjlsk, Kiddi, Guðrún Birna, Anna H, Ipsens, Elvar, Laufey, Jóa, Gauti, Sverrir J, Hanna Bj, Ólöf Elsa, Halli Toll, Helga G, Klara og co, Magga B....og allir hinir sem ég er að gleyma)
TAKK FYRIR ALLT Á ÁRINU!!! Sum eru nýir vinir aðrir eru gamlir og grónir, ég elska ykkur öll og megi stundirnar okkar verða enn fleiri og betri jibbý jei! Ari og Lilja, farið svo rólega í rauðvínið, já og það er of mikið af fá sér eina með seríósinu!

GLEÐILEG JÓL ÖLLSÖMUL, ÞIÐ ERUÐ BEST!!!

Kveðja
Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr

20051223

Þorláksmessukvölds sjokk!!!!


ER MARÍA EKKI MARÍA??? ER HÚN MARÍAS!!!

Meira síðar!

Kveðja
Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr

20051221

Svo óþolandi!! Ég var búinn að skrifa langann pistil....og hann hvarf!!!
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr

20051218

Hvað er í gangi?

Hvers vegna týnist andinn stundum?

Hvaðan koma þessar ritstíflur?

Í þessum pistli verður ekki reynt að svara ofangreindum spurningum. Lesendur kaupfélagsins mega gera það sjálfir í sínum heimkynnum.

Kaupfélagsstjórinn var í gær í veislu...einkennilegri veislu að því leiti að hann sá sjálfur um að elda en samt alls ekki á eigin heimili. Nei það var semsagt hið árlega Kalkúnakvöld Elítunnar í gær. Karl, Unnur, Rósin, ElDorado, Dorita og undirritaður tóku þátt og var mikil gleði, mikið etið og mikið drukkið. Reyndar sáu hinir lofuðu karlar í hópnum um það verkefni, þ.e. að drekka og stóðu sig með stakri prýði. Húsbóndinn sló þó sérstaklega í gegn með mjög óvenjulegri drykkjuæfingu. Hápunktur kvöldins var einstök kaloríubomba framleidd af Kaupfélagssyninum og hans ektafrú og eiga þau miklar, þó sérstaklega frúin, þakkir skyldar. Líkt og verið hefur á undanförunum hittingum Elítunnar þá var Singstar með í för og surprise kvöldsins var án efa sigur mannsins með minna hár en Dorita yfir Rósinni, a.k.a. Celine. Verður það lengi í minnum haft.Vil ég hérmeð koma þökkum á framfæri til allra þátttakenda kvöldsins.

Út í annað, Árni nokkur Magnússon er þessa dagana í orrahríð og sótt er að honum úr öllum áttum. Hvernig má það vera spyr maður sig, hvað átti hann að gera þegar kvensnyftin var búin að brjóta jafnréttislög? Kaupfélagsstjórinn er annars mikill aðdáandi hins kynsins (já, fyrir þá sem ekki það vita þá er kaupfélagsstjórinn með svona dinglumdangl á milli fótanna og þá erum við ekki að tala um ofvaxinn clitoris) þannig að ekki líta á þessi skrif sem níð um kvenfólk.Áfram Árni!

Jólaundirbúningur er í engum gangi í kaupfélaginu...gengur eitthvað hægt að koma sér í jólagírinn enda kannski eðlilegt þar sem ekki er lítil ungdama að hvetja til skreytinga en því verður kippt í liðinn, Skipholtið verður skreytt með greinum grænum falalalalalala falalala, áður en yfir lýkur.

Annars....

Góðar stundir

Kveðja
Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr

20051211

Góða kvöldið

Það er spenna í Kaupfélaginu. Nú er einungis ein klukkustund í að Kaupfélagsstjórinn og hin fagra vinkona hans setjist inn í Fríkirkjuna og hlusti á einn yndislegasta tónlistarmann veraldarinnar í dag.

Antony & the Johnsons hefja leik klukkan 20:00 og spennan er farin að magnast. Nánar verður sagt frá óförunum sem hafa verið í gangi síðustu tvo tímana síðar.


Ekki láta útlitið fæla frá.

Kveðja
Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr

20051206

Halló halló

Tók próf, það náði mér fullkomnlega, sjá að neðan.





You Are Whiskey



You're a tough drinker, and you take it like a man
That means no girly drinks for you - even if you are a girl
You prefer a cold, hard drink at the end of the day
Every day, in fact. And make that a few.



Í tilefni af þessu verður boðið uppá viský í Kaupfélaginu í kvöld. Gestkomandi get valið á milli hina ýmsu tegunda Single Malt. Verði ykkur að góðu.

Kveðja
Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr

20051201

Góða kvöldið kæru lesendur.


Það er kominn tími að dusta rykið af gömlum fastalið hérna inná Kuffélaginu.  Hér er auðvitað átt við tónlistarhornið.  Margt nýtt hefur rekið á fjörur kaupfélagsstjórans síðustu 4-5 mánuði og hér verða talin upp þau 10 bestu.


10 - In the yard, behind the church - Eels
Afskaplega notalegt og skemmtigt lag hér á ferðinni.  Seyðandi og ljúft en samt uppfullt af krafti.  Fínt til að smella á þegar maður vill bara hafa það gott.


9 - Monkey - Low
Þung undiralda hjá þessari þó rólegu sveit.  Þetta er úrvalstónverk, þétt og gott og hættir einhvernveginn aldrei, aldrei pása bara þéttleiki út í hið ýtrasta.


8 - Jolene - White Stripes
Jájá, ég er kannski langt á eftir en góð tónlist er ódauðleg.  Það syrgir mig reyndar að þurfa að viðurkenna það að ljóshærða brjósta bimbóið gerði þetta lag vinsælt í upphafi en Jack White fer bara einstaklega vel með það.  Mæli með því, þungt, rokkað og töff.


7 - The black hawk war - Sufjan Stevens
Ég hef ekki hugmynd um það hvernig ég á að lýsa tónlist Sufjan Stevens..... þetta er folk með blandi af....? Allavega þá er þetta gott, mjög gott.  Allar mögulegar gerðir hljóðfæra og bara svo vandað og flott.


6 - Une Année Sans Lumiere - Arcade Fire
Kynntist þessari sveit eftir Franz Ferdinand tónleikana. Virkaði strax og allur diskurinn út í gegn er bara góður..góður..góður.  Sem fyrr á þessum lista er um að ræða sérlega þétt band og vandaðann flutning.  Þessi virkar vel hvenær sem er, í vinnunni, í tölvunni, sem undirleikur við skúringar og ég veit ekki hvað og hvað.  Hlakka til að komast á tónleika með þessum.


5 - For today I am a boy - Antony & the Johnsons
Talandi um tónleika þá er nú farið að styttast í tónleikana hjá þessum snilla.  Ligga ligga lá, ég á miða! Sorry, missti mig aðeins þarna.  Þetta er bara dásamlegt frá upphafi til enda, það er svo mikil upplifun í laginu og röddin hans Antony er auðvitað bara frábær.


4 - Drunk kid catholic - Bright Eyes
Enn erum við í rólegu deildinni og hér er aftur á ferðinni sérstök rödd með fuuulllt af tilfinningum og og og.  Þessi virkar líka allsstaðar, allavega fyrir mér.


3 - Get your hands off my woman - The Darkness
Loksins loksins kom rokkið.  Ok, þið tónlistarsnillar þarna úti, jájá, ég er seinn til og þessi diskur er ekkert nýkominn út en mér er slétt sama.  Rokk er alltaf rokk og þetta er sérlega flott, röddin enn og aftur mjög sérstök, sennilega er hún ekki allra til að fíla.


2 - Let's get lost - Elliott Smith
Rólegur og ljúfur, einhvernveginn finnst mér bara öll lögin sem ég hef heyrt með honum góð.  Sló í gegn með lögunum sínum í Good Will Hunting. Þetta er gott þegar þið liggið uppí sófa með rauðvínsglasið í hendinni og bókina í hinni.


1 - Soft Black Stars - Antony & the Johnsons
Jájájá... þetta er lagið sem maður á að hlusta á þegar ástin bankar á dyrnar.  Fyllir mig bara af ljúfum hugsunum, ýtir öllu því neikvæða útúr huganum og einhvernveginn verður allt gott..eins og það á að vera.  Kaupfélagsstjórinn verður ástfanginn við hlustun á þetta lag.  Fiðlukaflinn er stórkostlegur.


1 - Chicago -Sufjan Stevens
Aha, það eru tvö lög númer eitt, gat bara ekki ákveðið mig.  Chicago er auðvitað höfuðborgin í Illinois og þetta lag er auðvitað á plötunni Illinois.  Þetta fjallar líka um ástina, hér er slatti af fiðlum og allskonar hljóðfærum.  Flott og er að mínu mati hjartað í þessu tónverki Sufjans.


Líkur þar með tónlistarhorni kaupfélagsins að þessu sinni.


Kveðja
Snæþór



snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr