Góðan daginn
Kæru vinir, ættingjar, vinnufélagar. Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og stórkostlegs nýs árs. Árið 2005 hefur verið ansi viðburðaríkt á Kaupfélagsheimilinu, miklar breytingar, búinu skipt, tvisvar flutt, vinnan í fullum swing og köttur sem þóttist vera læða en reyndist högni komin í búið. Ástin fannst og jafnvel glataðist aftur, veðurfar var með mildara móti og lömbin, já lömbin... þau sungu.
Hvað um það, það eru að koma/komin jól þegar þið lesið þetta. Lifið heil.
Hér taka svo við persónulegar kveðjur.
Arndís og SigrúnTakk fyrr allt á árinu, þú ert besta mögulega dóttir sem ég gæti hugsað mér, yndisleg stúlka, full af lífsgleði og kátínu. Sigrún, þú ert dásamleg kona og frábær vinur, gæti ekki ímyndað mér betri fyrrverandi kærustu.
Elítan (Kalli, Unnur, Anna Rós, Dóri)Við erum búin að skemmta okkur stórkostlega á árinu, syngja, dansa, keppa, nánast drepa Kalla (hefði þó fallið fyrir eigin hendi) já og borða fullt af mat. Árið 2006 verður eflaust enn betra og skemmtilegra. Hef heyrt því fleygt að Karl ætli að bjóða í fiskiveislu á nýju ári. ÁFRAM ELÍTAN!!
Fjölskyldan (Mamma, Ragnar, Fjóla, Heimir og strákarnir)Allt á uppleið sýnist mér, búðin farin að dafna, strákarnir þroskast og verða mannalegri með hverjum deginum, Lóulandið orðið að veruleika og þið gömlu búin að koma ykkur vel fyrir. Ég þakka ykkur svo innilega fyrir allt sem þið hafið gert fyrir mig á árinu. Ástarkveðjur.
Pabbi gamliBúið að vera athyglisvert ár hjá okkur gamli. Arsenal á niðurleið og þú á uppleið. hahaha. Hafðu það svo ljómandi gott!
HR-ingarnir (Axel, Thelma, Shiran, Hafdís)Frábært brúðkaup, góðar stundir, gott viský, skemmtilegir hádegisverðir, þið eruð best. Já og Axel, ég vil fá þessar tölur! já og góðar fréttir á milli jóla og nýárs. Hvernig væri annars að við færum að klára skipulagið með "fótbolta" ferðina til Amsterdam....ég meina London. Sjáumst sem oftast!
Fjölskyldan fjær (Gilsungar I og Gilsungar II, Möðrudælingar, Norsarar og þið öll hin.)Ekkert varð að austur ferð hjá Kaupfélagsstjóranum og þó að Noregsferðin hafi verið farin þá skilaði hún mér þó ekki heim að dyrum hjá ykkur, er reyndar sannfærður um að maturinn hefði verið betri heldur en óbjóðurinn sem framsóknarmiðjumannanorðmennirnir buðu mér uppá. Mun standa mig betur í því að kíkja bæði austur á land og austur yfir atlantshafið á komandi ári. Stefni reyndar á brúðkaup bróður "litla" núna á milli jóla og nýárs. Góðar gleði stundir kæru ættingjar.
Miðjumenn (Siggi Eyþórs, Jakob, Kolla, Ella, Einar Skúla, Hákon sama Skúla og þið öll hin)Nú fer allt að verða vitlaust, "rólegu" ári að ljúka og kominn tími á kosningar. Stefnum auðvitað á hreinan meirihluta á sem flestum vígstöðvum. Lifið heil og ávallt með kver eftir Hriflu Jónas á náttborðinu. Siggi, svo stefnum við á Stones í sumar og ef það klikkar þá reikna ég fastlega með Slade. Veriði svo margblessuð.
Vinir (Hannes, Höddi, Rabbi, Eiðafólk, Ari francais og fjlsk, Kiddi, Guðrún Birna, Anna H, Ipsens, Elvar, Laufey, Jóa, Gauti, Sverrir J, Hanna Bj, Ólöf Elsa, Halli Toll, Helga G, Klara og co, Magga B....og allir hinir sem ég er að gleyma)TAKK FYRIR ALLT Á ÁRINU!!! Sum eru nýir vinir aðrir eru gamlir og grónir, ég elska ykkur öll og megi stundirnar okkar verða enn fleiri og betri jibbý jei! Ari og Lilja, farið svo rólega í rauðvínið, já og það er of mikið af fá sér eina með seríósinu!
GLEÐILEG JÓL ÖLLSÖMUL, ÞIÐ ERUÐ BEST!!!
Kveðja
Snæþór