Í dag er 27 október og því er rétt að kasta fram eftirfarandi fullyrðingum:
Í dag er:
-u 58 dagar til jóla.
Það er fínt að því leiti að það gefur til kynna að nú sé að styttast í jólaseríur, aðventuljós, ylmandi piparkökur og glöð hjörtu.
Það er hinsvegar ekki fínt að því leiti að nú taka við ofurþrif, jólakortaskrif og umtalsverð fjárhagsleg útlát.
Í heildina litið er þetta samt mjög jákvætt.
-rigning.
Það er fínt að því leiti að ............. að ....já.
Það er hinsvegar ekki fínt að því leiti að rigning er mjög eðlilegur þáttur sumarsins vegna þess að blómin þurfa sinn vökva en kommon, við búum á Íslandi og því höfum við enga þörf fyrir vetrar regn. Mér þætti vænt um að einhver gæti bent á jákvæða punkta varðandi vetrarregn.
Í heildina litið, ansi neikvætt.
-u 11 ár frá snjóflóðinu á Flateyri.
Skelfilegur dagur að því leiti, margir misstu kæra vini og ættingja. Í heildina féllu ef ég man rétt 20 sálir í þessum hamförum.
Skrítið til þess að hugsa að það séu virkilega 11 ár síðan. Sjálfur var ég staddur í Killeen í Texas þegar þetta gerðist og sá fréttirnar í sjónvarpinu þar. Ótrúlega langt síðan en samt svo fersk minning í huganum.
-u 66 ár síðan Charles de Gaulle setti á laggirnar nýja ríkisstjórn frakka í Lundúnum.
Fátt um það að segja, gaman að vita það samt.
-u 8 dagar í árshátíð STAVÍS
Já það er einungis rétt rúm vika í að ég og minn umtalsvert betri helmingur stefnum í Gullhamra að gleðjast með vinnufélögunum. Ég hefði seint gert mér grein fyrir því hversu gríðarleg vinna það er að setja upp svona árshátíð.
Ég bíð fram þjónustu mína hér með við svona skipulag en tek 9890 kr. pr. klst. Góður díll.
Annars mæli ég eindregið með því að það kaupi sér allir F plús og lifi áhyggjulausir það sem eftir er og bendi í því sambandi á númerið 560-5000.
Kveðja úr sólinni í sinninu
Snæþór