KAUPFÉLAGIÐ...........
Viðskiptamenn

- Sú heittelskaða
- Heimaslóðir
- Skotta
- Kobbi græni
- Kiddi Trommbomm
- Surturinn
- Hin fimm fræknu
- Eddarnir
- Upp til Heiðars
- Bombalombalom
- Gummi Markaður
- Sannleikurinn?
- Vinnan
- Slappur
- SUF


Sendu mér mail!

[Í kaupfélaginu kennir ýmissa grasa, ég sá sem rita undir allar greinarnar er stjóri hér og þær skoðanir sem koma fram eru yfirleitt mínar. Ef þér finnst ekkert spennandi í hillum kaupfélagsins, þá ert þú, kæri, kæra. Á rangri hillu í lífinu, allavega þó á rangri síðu.]

Myndir

- Glamúr shots
- Arndís árið
- Landslagið
- Eurovison um árið
- SUF á Álandi
- Mörkin 2004
- Esjan með Valla
- Hvannadalshnjúkur!!
- Mörkin 2006


Hér er ýmislegt að finna, bæði gott og vont, njótið!

20061127

Daginn, daginn



Já góðan dag kæru lesendur, nú skín sól í heiði og fuglarnir syngja. Bréfberarnir kyrja sín ljóð og englarnir dansa um himingeyminn eins og nýtínd vorblóm í maímánuði.


Nóg um það.


Orð dagsins er Bond, James Bond.


Kaupfélagsstjórinn sá Bondinn um daginn og með talsverðar væntingar. Það voru því hálf nervös skrefin inn í salinn í Smáranum um klukkan 20 á föstudaginn. Myndin byrjaði með látum líkt og Bondinn gerir nú yfirleitt, nokkur vááá, úfff, awww, heyrðust þessi fyrstu augnablik og það verður bara að viðurkennast að myndin hélt út í gegn, frá fyrstu stundu og til hinnar síðustu var maður límdur niður og hreinlega dolfallinn yfir gæðaleik Daniel Craig. Það er því með tómri gleði sem ég gef þessari mynd 8,6 af 10 mögulegum.
Það sem helst klikkaði var eftirfarandi:


  • Upphafskreditin, hvar voru hálf nöktu konurnar sem verið hafa fastir gestir í að ég held öllum Bond myndunum til þessa dags.
  • Fyndið kvenmannsnafn, neibbs, það var engin MoneyPenny og engin Humpalot.
  • Ég held að fátt annað hafi klikkað nema kannski ef vera mætti að mér finnst Daniel Craig ekki flottur ber að ofan. Hann er svona svolítið eins og títuprjónshaus á holdanauti úr Hrísey.

Hitt var bara fínt.

Þannig að lokaorðin eru þessi: Smellið ykkur í bíó, rífið upp 900 kall og kannski smá klink fyrir popp og kók.

Kveðja

Snæþór

snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr

20061124

Daginn


Orð dagsins er "Bíótímar"


Sú var tíðin eitt sinn í fyrndinni, að því er virðist, að maður fór í bíó klukkan 5, 7, 9 eða 11. Þetta voru góðir tímar, hægt var að fara í bíó hvort sem var um helgar eða í miðri viku. Á þessum tímum sá Kaupfélagsstjórinn margar góðar myndir, svona eins og t.d. Police Academi 1,2,3,4,5 og 6, Lethal Weapon 1,2 og 3, Back to the future 1,2 og 3, Rambo 1,2,3,4 og 5 og svo mætti lengi telja, nú eins og t.d. Emmanuel 1,2,3,4,5,6,7,8,9,10,11 o.s.frv. Sá þær myndir reyndar aldrei. Ekkert frekar en myndirnar í Meyjarmerkinu og fleiri stjörnumerki sem Stöð 2 sendi út yfir saklausar húsmæður í árdaga. Einhvernveginn grunar mig nú að þær myndir hafi lyft "heimilislífinu" á mörgu íslensku heimilinu. En já, það er þetta með bíótímana, nú er það nefnilega þannig að bíóhúsin sýna klukkan 4,6,8 og 10. Þetta er svosem í lagi um helgar en hinsvegar gerir þetta það að verkum að ég og mín ektafrú förum barasta alls ekki í bíó í miðri viku. Ég hef barasta enga trú á því að þetta hafi skilað bíóbófunum þeim hagnaði sem þeir vonuðust til og því óska ég hér með eftir að þessu verði breytt aftur til hins fyrra horf.


En nóg af því.


Össur Skarphéðinsson og hinir fýlupokarnir í stjórnarandstöðunni eru sennilega einhverjir mestu ömurlegheita andskotans fýlupokar íslandssögunnar. Um þetta eru mýmörg dæmi en það allra nýjasta er það að nú er það ríkisstjórninni að kenna að óprúttnir atvinnuhúsnæðieigendur skuli leigja erlendum og innlendum starfsmönnum herbergi í atvinnuhúsnæði sínu gegn himinhárri leigu. Vitiði, ég er bara ekki frá því að Jón Sigurðsson og Geir H. Haarde beri ábyrgð á því að bíllinn minn er skítugur, já og að það sé hálka, jú og að því ógleymdu að það skuli bara vera sumar á Íslandi í 3-4 mánuði á ári. Mikið ógeðslega hlakka ég til 8 mánaða sumranna þegar Össur verður orðinn forsætisráðherra..já og að ógleymdum sköttunum sem hann og hans hyski á eftir að troða á mig. Hvernig væri það nú bara að stjórnarandstaðan opnaði á sér saurugar glyrnurnar og sæju hvað við höfum það helvíti gott hérna á Fróni.


Kveðja


Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr

20061122

Daginn


Það eru stórfréttir í Kaupfélaginu. Jábbs, Kaupfélagsstjórinn mun skipta um starf frá og með áramótum og tekur við starfi Verkefnastofustjóra hjá VÍS.


Að því tilefni samdi stórskáldið og vinnufélagi minn MAS eftirfarandi ljóð.


Eftir skilur ófyllt pláss
andans nauð og pínu.
Snæþór gerist stofustáss
og stendur fyrir sínu.



Gott skáld.


Kveðja


Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr

20061121

Daginn góðir hálsar


Það er kominn vetur, vindurinn sem í sumar gladdi kinn með volgum kossi hefur svolgrað í sig þurrís í kassavís og hrækir nú vinstri hægri á allt og alla sem hann á leið hjá. Það er svolítið eins og veðurguðirnir séu að dangla í hreðjarnar á okkur segjandi "það skaltu muna og aldrei úr huga þínum láta dala að þú býrð á mörkum heljar og hins byggilega heims".


Svona hljómar hið kaupfélagska guðspjall í dag.


Já, það er kalt í Kaupfélaginu í dag en það er í góðu lagi því að nú er Kaupfélagsfjölskyldan komin á jeppa. Það er því um að gera að nýta pistil þessa ágæta þriðjudags til að lýsa yfir frati á alla bjánana sem aka um á fólksbílum og tefja mig í umferðinni. Það er alveg með ólíkindum hvað fólk á fólksbílum getur verið vitlaust, sérstaklega þó innfæddir Reykvíkingar á fólksbílum, maður vaknar þessa dagana við þetta hljóð hérna "vvvvvvíííííjjjjjjjjjrrrrrr........vúúúúúúúúúújjjjrrrrr" (endurtekið svona 20 sinnum), já þetta er semsagt Reykvíkingur á fólksbíl að reyna að spóla sig af stað en það eina sem hann hefur uppúr krafsinu er ísköld gröf fyrir sjálfrennireið sína og skellihlátur jeppaeigandanna í Kaupfélaginu.
Það mætti þó segja að kaupfélagsstjórinn sé að henda hnullungum úr glerhúsi vitandi það að síðasta vetur ók hann um á fólksbílnum sínum á hálfsléttum sumardekkjum. Það kom þó ekki í veg fyrir að hann kæmist leiðar sinnar, ó nei, enda er maður auðvitað sláandi góður bílstjóri.


Fleira er ekki fréttum að sinni.


Við ykkur sem eigið fólskbíla segi ég...... búhúúú.


Við okkar jeppamenn segi ég hinsvegar.... múahahaha.


Kveðja


Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr

20061116

Daginn

Vil bara benda á að nú er ég búinn að breyta um myndageymslu á netinu og því eru Glamúr skotin hér upp í hægra horninu komin á betri stað. Já, nú er meir að segja hægt að kommenta á myndirnar. Jibbí.

Kveðja

Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr

20061115

Kæru lesendur

Ég verð hér með að viðurkenna á mig eftirfarandi tæknileg mistök.

1. Ég hef oftar en einu sinni og oftar en tvisvar keyrt yfir leyfilegum hámarkshraða.

2. Einhverntíman á mínum yngri árum hnupplaði ég kúlupoka úr KHB.

3. Ég hef downloadað nokkrum lögum í gegnum forrit á borð við Bearshare og Limewire.

4. Einu sinni í menntaskóla svindlaði ég á prófi í bókfærslu.

5. Ég sagði einu sinni ósatt til um aldur í ÁTVR, þá rétt tæplega 20 ára gamall.

6. Einhverju sinni gleymdi ég að gefa Maríu kisu mat í 2-3 daga.

7. Ég hef googlað fösskvisið hjá ElDorado ca. alltaf.

Ég tek það fram að þetta voru alltsaman einungis tæknileg mistök.

Kveðja

Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr

20061114

UPPSELT!!!


Til sölu (því miður)






Miðarnir mínir á Sufjan Stevens á laugardaginn.

Miðarnir eru á A svæði og kosta skitnar 5.500 kr. stykkið.

Fyrstur kemur fyrstur fær.


Kv.


Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr

20061113

Ze luuuve

Daginn gott fólk.

"Ást, hvað er nú það? Er það bara þriggja stafa orð, notað í skáldsögum"

Svona söng einhver hljómsveit fyrir langa löngu, sennilega voru það gleðisveinarnir í Greifunum, Karl Kaupfélagsins getur kannski svarað því þar sem að greifarnir eru jú hans uppáhalds band.

En hvað er ástin? Hér kemur mín skilgreining:

"Ástin er tilfinningin sem umleikur mann þegar hann horfir á, hugsar um, hlustar á eða finnur fyrir konunni sem hann trúir á. Tilfinningin sem lýstur fyrst niður í hugann þegar maður vaknar á morgnanna, opnar augun og horfir á engilfríða ásjónu konunnar á koddanum við hliðina. Tilfinningin sem býr um sig í maganum á manni þegar maður mætir í vinnuna og hugsar brosandi og dreymandi til konunnar sem mann hlakkar svo óendanlega mikið til að hitta að vinnudegi loknum. Tilfinningin sem býr um sig í brjóstinu og lætur hjartað hoppa við hverja snertingu, hvert bros og hvern koss frá konunni sem búin er að koma sér fyrir í sálinni. Þetta alltsaman er ást og ég er svo ótrúlega heppinn að hafa fundið mína."

Vona að þið séuð líka svona heppin.

Kveðja

Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr

20061110

Daginn

Nokkrir aðilar eiga það til að fara mikinn í fjölmiðlum og svo einhverra hluta vegna hverfa þeir, hverjar ástæðurnar eru þar að baki er óljóst en þó gæti hugsast að þetta hefði eitthvað með það að gera að viðkomandi passa ekki alveg inní fjöldann. Ég ætla að tilgreina hérna fimm aðila sem ég sakna gríðarlega úr fjölmiðlum.....


Sverrir Hermannsson ? maður spyr sig, hvar er þessi kóngur þegar flokkurinn hans er lokksins farinn að fljúga? Ég er pottþéttur á því að hann á nokkrar vel valdar setningar um ?syni allah? eða nauðgandi útlendinga nú eða þá bara Davíð Oddsson. Komon Sverrir, komdu aftur!


Ástþór Magnússon ? friðurinn fljúgandi 2000. Hver man ekki eftir þessu sjarmatrölli? Málið með Ástþór er reyndar það að hann er settur í þurrís og dreginn upp ca. hálfu ári fyrir forsetakosningar. Við ættum því að eiga vona á honum á skjáinn eftir einhver 2 ár.


Þórey Edda Elísdóttir ? íþróttakonan sem ætlaði sér í pólitík. Kannski er hún ennþá með pólitíkina í maganum en allavega held ég að stangarstökksferlinum sé lokið, þó ég hafi reyndar ekki hugmynd um það. Sko, málið er bara að hún var fín í sportinu en þegar hún var farin að mæta í vinstrigrænu mussunni sinni að tala um eitthvað sem hún greinilega hafði ekki nokkra smæstu vitglóru um þá horfði ég frekar á ryðfría ísskápinn minn ryðga.


Kristinn H. Gunnarsson ? nei heyrðu...hann er ennþá að hrella þjóðina með útúrheimskulegum skoðunum. Helv...


Sigríður Dúna, Sólveig Péturs og Villi spæta (Woody woodpecker) - allt saman algjörlega óþolandi persónuleikar sem best eru geymdir sem allra lengst frá linsum fréttamanna, nú eða teikniborðum. Sérstaklega þó fannst mér Sigríður Dúna ná að gera útaf við áhuga minn á því að horfa á imbann, gleymi ekki kosningabaráttunni 1998 sem var næstum búin að breyta mér í hellisbúa.


Nóg um þetta, hafið það sem allra best um helgina, set hérna inn matseðil helgarinnar, hafið það sem allra best.


Forréttur
Hvítlaukshumar "flatnace" með rucola og risotto
Aðalréttur
Háfjöll og heiðarlönd (hreindýr og lamb), grilluð á glóðum og snædd með bakaðri kartöflu
Eftirréttur
Hvítvínssemifreddo


Kveðja


Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr

20061109

Daginn

Maður er rokk guð.


Tzakk tzakk

Snæþór

p.s. bendi á að hér er búið að mála og nýjasta linkinn hægra megin "Glamúr shots"

snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr

20061106

Daginn

Orð dagsins er fjölskylduboð.

Fjölskylduboð geta verið af ýmsum toga. Þau geta heitið: jólaboð, fermingar, brúðkaup, jarðarfarir, stórafmæli, barnaafmæli, haustmót, vormót, ættarmót og svo framvegis. Á svona mótum/boðum gefst ættingjum tækifæri til að sýna sig og sjá aðra ættingja og vini og svona rifja upp gömul kynni. Þekktar setningar úr veislum eru t.d.:

- Nei Sigga mín, langt síðan síðast mikið hefurðu nú grennst. (Þetta sagt þrátt fyrir að Sigga hafi greinilega bætt á sig 10-35 kílóum síðan síðast.

- Mikið er nú gaman að sjá þig Bjössi, veistu, ég held að þú hafir ekki breyst neitt síðan ég sá þig síðast í fermingunni þinni. (Heyrist oft, sérlega óheppilegt þar sem að Bjössi er nú orðinn 28 ára og fínasti maður, en var einmitt á fermingardaginn sinn með aflitað hár, nokkur þúsund bólur og enn með barnafituna í kinnunum)

Svo eru hinar tegundirnar af setningum sem geta sett veislur í háaloft og minna yfirleitt fólk á hversvegna það gerir nú ekki meira af því að hitta ættingjana. Þessar setningar eru t.d.:

- Við eigum bara að loka landamærunum, hættum að hleypa þessu útlendinga hiski til landsins, þetta eru allt glæpamenn og nauðgarar. (sérlega óheppileg setning sem getur breytt hvaða barnaafmæli í hápólitískt deilusvæði, ég hef séð hinar rólegustu húsmæður breytast í þá svaðalegustu útlendingahatara, það svaðalega að sjálfir Hitler og Mussolini hefðu orðið stoltir af því að setja sömu orð útúr sér.) Svo aftur á móti finnst þessum sömu aðilum sérlega óeðlilegt að bandaríkjamenn séu með harða stefnu þegar kemur að tékki á erlendum ferðamönnum.

- Já, þetta er alveg skelfilegt að heyra af þessu ofbeldi, það eru bara allir að drepa alla. Ekki var þetta svona í mínu ungdæmi. (neinei, einmitt amma. Í þínu ungdæmi voru menn handrotaðir fyrir það eitt að vera sjálfstæðismenn eða jafnvel minni sakir. Þar að auki man ég ekki betur en að hér á landi hafi menn lagt það í vana sinn að vega mann og annann í gegnum aldirnar)

Þetta alltsaman getur svo endað í hávaðarifrildum og veseni sem getur svo á endanum breytt hinu ljúfasta 3 ára afmæli í vígvöll með gífuryrðum á borð við:

- pabbi þinn var alltaf aumingi og ég sé að þú hefur lært það af honum!!

- éttu skít komma djöfullinn þinn!!

- ég vona að ég sjá þig og þinn vesæla ættlegg aldrei framar!!

Jæja, þá er ég búinn að blása. Ég þakka þeim sem hlýddu og skemmtið ykkur vel í jólaboðunum.

Kveðja

Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr

20061102

Daginn

Ég hnupplaði þessu af síðunni hans Kidda, sem rændi þessu af síðu frænku sinnar.

Þá er bara að byrja!


IF YOUR LIFE WAS A MOVIE, WHAT WOULD THE SOUNDTRACK BE?

So, here?s how it works:

1. Open your library (iTunes, Winamp, Media Player, iPod, etc)

2. Put it on shuffle

3. Press play

4. For every question, type the song that?s playing

5. When you go to a new question, press the next button

6. Don?t lie and try to pretend you?re cool?

Opening Credits: ?Lag 5? - Sigurrós (afar róleg og fögur byrjun, smá hasar þó í lokin)
Waking Up: ?Yellow submarine? - Bítlarnir (fínt að vakna við þetta, hresst allavega.."In the toooown...")
First day at school: ?Sanctuary? - Iron Maiden (erm..erfið skólaganga?)
Falling in Love: ?Wake up? - The Arctic Fire (Lífleg ást og mikill samhljómur, á kannski bara vel við)
Fight Song: ?Stríðsmenn morgundagsins? - Bubbi (Á vel við, allavega titillinn, kannski ekki eitt af Bubbas finest moments)
Breaking Up: ?Square one? - Coldplay (hahahaha, myndi passa vel við atburðarrásina)
Getting Back Together: ?Hólkryppi? - Búdrýgindi (jesús, ég vona að þessi mynd verði aldrei framleidd)
Wedding: ?What is it now? - Badly drawn boy (fallegt lag, góð melodía, jákvætt, eða þannig allavega)
Birth of Child: ?Liveline? - Graham coxon (á einstklega vel við, kannski þetta verði bara fínt bíó)
Final Battle: ?Sue u soon? - Jan Mayen (úff, endar þetta allt í lagaflækjum)
Death Scene: ?Failures? - Joy Division (er það þá þannig sem þetta fer, failure?)
Funeral Song: ?From wich I came/Magic World? - Eels (á bara mjög vel við)
End Credits: ?Unkown title? - The shins (Humm...ég myndi forða mér nett fljótt út)

Já, þannig er það, fátt meira um það að segja.

Kveðja

Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr