KAUPFÉLAGIÐ...........
Viðskiptamenn

- Sú heittelskaða
- Heimaslóðir
- Skotta
- Kobbi græni
- Kiddi Trommbomm
- Surturinn
- Hin fimm fræknu
- Eddarnir
- Upp til Heiðars
- Bombalombalom
- Gummi Markaður
- Sannleikurinn?
- Vinnan
- Slappur
- SUF


Sendu mér mail!

[Í kaupfélaginu kennir ýmissa grasa, ég sá sem rita undir allar greinarnar er stjóri hér og þær skoðanir sem koma fram eru yfirleitt mínar. Ef þér finnst ekkert spennandi í hillum kaupfélagsins, þá ert þú, kæri, kæra. Á rangri hillu í lífinu, allavega þó á rangri síðu.]

Myndir

- Glamúr shots
- Arndís árið
- Landslagið
- Eurovison um árið
- SUF á Álandi
- Mörkin 2004
- Esjan með Valla
- Hvannadalshnjúkur!!
- Mörkin 2006


Hér er ýmislegt að finna, bæði gott og vont, njótið!

20061230


Kæru vinir.

Hann Kobbi, elsku hundurinn okkar Ölmu og Arndísar litlu fór skyndilega frá okkur seint í gærkvöldi. Það er ekkert sem búið getur mann undir brottför þeirra sem maður elskar, það vitum við nú. Ég bið ykkur að hugsa til hans Kobbalings í bænum ykkar.

Kveðja

Skipholtsfjölskyldan
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr

20061220

Daginn


Ég bendi sem flestum á að kíkja nú þegar á síðu minnar heittelskuðu hér til vinstri.


Góðar stundir.
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr

20061219

Daginn


Guð gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það
sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því
sem ég get breytt
og vit til að greina
þar á milli.


Kveðja


Snæþór


p.s. æðruleysi þýðir hugarró
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr

20061217

Góða kvöldið


Langt um liðið frá síðasta pósti og því sennilega kominn tími á þennann.


Nokkrir stuttir punktar í kvöld.


1. Ég var að láta mér leiðast um daginn og opnaði fyrir tilviljun nýja testamentið. Ótrúlegt en satt. Ég byrjaði að lesa á fyrstu síðu og af henni tók við síða númer tvö og þar datt andlitið í gólfið. Já, það er nefnilega þannig að nú veit ég hvers vegna Matteusar guðspjallið er ekki lesið í kirkjum landsins á jólum, ójá, það hefst nefnilega þannig að Jósef kallinn var nú sko svo sannarlega ekki sáttur við hana Maríu sína. Hún bara orðin ólétt og þau aldrei verið náin þannig að hér voru maðkar í mysunni. Svo segir þarna á síðu númer tvö að Jósef hafi ákveðið að skilja við þessa lausaleiksdruslu en gera það þó í kyrrþei þannig að hún myndi nú missa sem minnsta sæmd. Nema hvað, þegar þetta er allt að fara að gerast og þau inni hjá skilnaðarlögfræðingnum þá heyrir Jósef himnasöng og halelúja og til hans kemur engill sem segir honum að María sé alls ekki lausgirt, neibbs, það hafi nefnilega verið heilagur andi sem sængaði hjá henni. Maður spyr sig, hvaða lyf ætli María hafi sett í vínið hans Jósefs?


2. Það er til fullt fullt af jólasveinum sem aldrei komast til byggða, það er nefnilega vegna þess að þeir heita mjög óheppilegum nöfnum og gera svona sitthvað sem ekki telst beinlínis siðsamlegt, kíkjum á þetta.


Rassaskefill er kengboginn eins og nafnið gefur til kynna. Honum er því haldið heima því að hann átti það til að laumast upp í rúm til pabbanna og gefa þeim óvænta gjöf.


Skuldaskellir er vandræðagripur. Hann er meistari í því sem á engilsaxnesku nefnist að "frame-a". Hann var talsvert á ferðinni áður fyrr og síðast þegar hann birtist var það Árni nokkur Johnsen sem varð fyrir barðinu á honum.


Stubbur er eins og nafnið gefur til kynna stubbur (að ýmsu leiti). Mömmurnar voru eitthvað voða lítið hrifnar af honum og því fær hann að skúra gólf heima hjá sér þessi jólin.


Píkusleikir. Þetta svosem fellst allt í nafninu. Hann var aftur á móti of vinsæll hjá mömmunum og pabbarnir gerðu þá kröfu að Grýla og Leppalúði héldu kappanum heima.


Komið gott af þessum sveinum.


3. Síðasti punkturinn. Nú er komið fulllltt af nýjum myndum í Glamúr shots. Meðal annars er komin fyrsta myndin í nýrri seriu sem mun nefnast Annoying.


Kveðja úr kaupfélaginu.


Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr

20061206

Daginn


Fátt um málið að segja annað en að hér fæst jólaskapið.





Kveðja


Snæþór


p.s. nýjar myndir í Glamúr Shots í hægra horninu.
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr

20061204

Daginn


Ljóð dagsins:


Er nálgast jólin lifnar yfir öllum
það er svo margt sem þarf að gera þá
og jólasveinar fara uppá fjöllum
að ferðbúast og koma sér á stjá.

Jólin koma, jólin koma
og þeir kafa snjó á fullri fart.
Jólin koma, jólin koma
allir búast í sitt besta skart.

Takk fyrir það.


Athugasemd dagins:


Það eru komnar nýjar myndir í Glamúr shots hér upp til hægri. Njótið.


Vonbrigði vikunnar:


Án efa eru vonbrigði vikunnar bloggsíða Guðmundar Steingrímssonar. Ég veit ekki hvers vegna en einhvernveginn trúði ég því að hann gæti orðið svona ferskur vindur inn í hinn pólitíska heim, nú þannig að ég smellti mér á bloggsíðuna hans og las nokkra pistla. En hvað sá ég? Jú, enn eina niðurrifs afturhalds vinstri bloggsíðuna. Mér finnst þetta bara alveg með ólíkindum! Hefur þetta fólk engar hugsjónir eða er eina hugsjónin þeirra að vera á móti öllu því sem ríkisstjórnin gerir? Hvar er dugurinn í þessu liði? Hvar er baráttuandinn sem rekið hefur vinstrimenn áfram í gegnum tíðina? Það voru jú vinstrimenn sem hafa leitt verkalíðinn áfram síðasta árhundraðið og því ættu þeir að geta þetta en kannski, já kannski er það einmitt meinið. Þ.e.a.s. að verkalíðsbaráttan nú orðið er ekki svipur hjá sjón. Ég man þegar maður var krakki og horfði með skelfingu á beljaka á borð við Jakann lumbra á stjórnmálamönnum og gerði hann það með skítkasti og niðurrifi? Ó nei, hann var orðhvass, rökfastur og fylginn sér. Mig grunar að gimpi á borð við Gumma Steingríms, Helga Hjörvar og Kötu Júl dreymi rennvota drauma um að vera hálfdrættingar á við Jakann. (ath, að ég á ekki við líkamsþyngd).
Það er gaman að pólitískum deilum þegar þær eru á réttu leveli, þegar þær snúast um pólitík, snúast um ólíkar leiðir og þar sem að báðir aðilar benda á leiðir. Það er bara ekkert gaman af pólitíkinni í dag. Hún virðist snúast um nöldur, væl, tuð og skítkast. Í einu orði sagt ömurleg.
Þannig að, pólitíkusar allra flokka, takið ykkur á og farið nú að skemmta okkur og ykkur.


Kveðja


Snæþór
snowymcice. Get yours at bighugelabs.com/flickr